Færsluflokkur: Enski boltinn
Jæja, kominn fimmtudagur, og þar með kominn tími á að koma mað spá fyrir helgina. Ef ég man rétt var ég með 4 rétta síðustu helgi og 2 réttar markatölur, það batnar núna ;)
Bolton - Liverpool: 1-0
Bolton ósigraðir í fjórum, Liverpool breytir liðinu í 95. leiknum í röð. 95 leikir og aldrei með sama byrjunarlið? Benitez miðar á hundraðið... Kevin Nolan setur markið og vörnin heldur, það er erfitt að skora á Reebok.
Charlton - Arsenal: 0-3
Charlton er algerlega úti á þekju, arsenal að komast í fluggírinn. Það þarf varla að ræða þetta neitt frekar, sorry Herminator og félagar, þið eigið minni séns en snjókorn í bakaraofni.
Chelsea - Aston Villa: 1-0
Ég vona innilega að ég hafi kolrangt fyrir mér, en Chelsea tapar ekki stigum á heimavelli og fær ekki á sig mörk þar heldur. Martin O'Neill hefur hins vegar innilega gaman að því að breyta hefðum og byrja nýjar, vonum það besta.
Everton - Manchester City: 2-0
City eru bara ekki nógu góðir varnarlega séð til að halda aftur af Everton, sigurinn gæti jafnvel orðið stærri.
Sheffield United - Middlesbrough: 2-2
Þó ég spái fjórum mörkum held ég að þetta verði leiðinlegasti leikur leiktíðarinnar. Ef ég þyrfti myndi ég borga ágætar fjárhæðir til að fá að missa af honum.
West Ham- Reading: 2-1
Reading er með eldsnögga menn á öllum svæðum vallarins, West Ham *hlýtur* að fara að gera eitthvað að viti! Segjum að Tevez skelli einu, loksins...
Blackburn - Wigan: 1-1
Þetta verður blóðbað! Alvöru tæklingar og alvöru ástríða! LOKSINS!! þennan leik er skylda að horfa á, ekki út af fallegum fótbolta heldur af því að þetta verður kennslubókardæmi í því hvernig "derby"leikir eiga að vera.
Manchester United - Newcastle: 3-0
Það eru alltaf mörk í þessum leikjum, og eins og vörnin hjá Newcastle er þá er engin spurning að mörkin munu flæða! Raunar eru þeir svarthvítu heppnir,
Bramble er í banni... Held að Ronaldo, Saha og Rooney setji eitt hver, Saha jafnvel tvö
Tottenham - Portsmouth: 2-1
Veit ekki hvernig ég kem út með þessa tölu. Þetta er algerlega á tilfinningu, Tottenham (eins og West Ham) hlýtur að fara að detta inn með einn góðan leik! Portsmouth að koma úr fyrsta tapinu sínu, sjáum hvað verður..
Watford - Fulham: 2-0
Watford er með betra lið en Fulham, ef þeir spila sinn leik verður Fulham bara að fara heim með skottið milli lappana.
Enski boltinn | Fimmtudagur, 28. september 2006 (breytt 29.9.2006 kl. 09:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja, bara einn leikur eftir og þá er ekki úr vegi að fara yfir hvernig mér gekk í spánni!
Liverpool - Tottenham: spáði 1-1, endaði 3-0. Klúður!
Arsenal - Sheffield United: spáði 4-0, endaði 3-0. Kalla þetta nokkuð gott!
Aston Villa - Charlton: spáði 2-0, endaði 2-0. Spot on!
Fulham - Chelsea: spáði 0-3, endaði 0-2. Ekki alls fjarri!
Manchester City - West Ham: spáði 1-2, endaði 2-0. Annað klúður!
Middlesbrough - Blackburn: spáði 0-1, endaði 0-1. Aldrei spurning hér!
Reading - Manchester United: spáði 0-3, endaði 1-1. Klúður hjá öllum málsaðeigandi!
Newcastle - Everton: spáði 2-3, endaði 1-1. Horfði á leikinn, hefði átt að enda með amk 5 mörkum! besti leikur tímabilsins hingað til, alveg hiklaust!
Svo er einn leikur í kvöld, held að þar bætist fimmta rétta spáin við, jafnvel þriðja nákvæma spáin!
Enski boltinn | Mánudagur, 25. september 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
- Jæja, loksins rann helgin upp með nýrri umferð í enska, og úrslitin voru margslungin.
- Everton 3-0 Liverpool: Þarf að segja eitthvað meira um þetta? AJ með 2, kominn á rúllandi skrið. Vörnin hjá Liverpool ennþá í sumarfríi.
- Arsenal 1-1 Middlesbrough: Ennþá virkar Emirates eins og útivöllur fyrir Arsenal, og ekki kvarta ég! 6 gul spjöld á boro og 1 rautt, duglegir að sparka í vælarana!
- Bolton 1-0 Watford: Jájá, og Anelka í bolton næsta árið, er hann ekki 5 árum of ungur fyrir Allardyce?
- Chelsea 2-1 Charlton: Viti menn, Chelsea áhangendurnir fögnuðu Hasselbaink þegar hann skoraði! Flest við Chelsea finnst mér gersamlega óþolandi, en þetta er flott að heyra! Lampard klikkaði á víti, enda kominn algerlega í sama staðal og íslenska deildin, held að fh myndi ekki taka hann á fríu þessa dagana!
- Newcastle 1-2 Fulham: Allir sem vinna Newcastle fá punkt hjá mér, vonum bara að bullard sé ekki handónýtur. Gott hjá Parker samt að sýna áhyggjur, bæði í hálfleik og eftir leik, fair play to him. Leikmenn Newcastle héldu greinilega að leikurinn væri 80 mínútur, Fulham var með lengdina á hreinu.
- Sheffield Utd 0-0 Blackburn: 3 víti forgörðum á síðustu 20? Og þar að auki öll varin. Annars lítið að segja um þennan leik
- Portsmouth 1-0 Wigan: Portsmouth komið með 10 stig í fjórum leikjum og enn ekki búnir að fá á sig mark, Redknapp er alveg magnaður.
- Manchester United 1-0 Tottenham: Sko til, Giggsarinn kominn í besta form ævinnar og Ronaldo að sanna að hann er með hæfileikana til að verða langbestur, no doubt. Neville hljóp amk 20 km í leiknum, Eimreiðin komin á fulla ferð! Defoe sýndi og sannaði af hverju hann átti aldrei að vera í hm-hópnum, maðurinn getur ekki skorað nema það sé skotið í hann, sbr Andorra leikinn!
- West Ham 1-1 Aston Villa: Tevez og Mascherano byrja á bekknum, sterk yfirlýsing það! annars er ekkert um þetta að segja nema að án Martin O'Neill væri nú þegar búið að dæma Villa niður um deild! Jú og Petrov byrjaður hjá Villa, hann er alger klassi, mark my word!
Þetta er nóg í bili, kemur annað blogg á eftir um almenna hluti. Það er alla vegna markmiðið
Enski boltinn | Mánudagur, 11. september 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar