Jæja, nú er maður byrjaður aftur í skóla, og notum kaffihléið til að blogga aðeins. Var að keppa í gær, endaði illa en ég entist þó ómeiddur út leikinn. Er nefnilega rétt að byrja í spriklinu eftir að rífa liðþófa fyrir mánuði síðan. Var reyndar nokkuð hræddur um að þetta tæki sig eitthvað upp en það gerðist blessunarlega ekki. Kepptum við meistara meistaranna og leikurinn endaði... jahh... 6-1. Fékk gult fyrir "kjaftbrúk" svokallað, fyrir það eitt að spyrja "ertu ekki að grínast?". Dómarinn var all svakalega hlutdrægur, ekki það að við hefðum nú líkast til tapað leiknum hvort sem er, en þeir þurftu ekki þessa hjálp. Nóg um það, búið og gert. Vona að fleiri fari að kíkja á síðuna og kommenta eitthvað, koma þessu bloggi af jörðinni!
Flokkur: Bloggar | Mánudagur, 4. september 2006 (breytt kl. 10:14) | Facebook
Færsluflokkar
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nú skal spurt
Jæja, þessi týpíska: Er bloggið að gera sig?
Athugasemdir
þar sem ég er fastagestur hérna ætla ég að sjálfsögðu að kommenta. 6-1 í fótbolta er betra en 40-9 í handbolta! ég hef tapað þannig einsog þú kannski manst eftir frá því í bikarnum í fyrra :/ bæjó!
Þórdís Inga Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 21:54
bara að melda mig inn kveðja, Atli
Atli (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.