- Þar sem ég er orðinn alveg ráðþrota nota ég bara þessa lausn, "raðaðan lista"! Ónei, maður deyr nú ekki aaaaalveg ráðalaus.
- Fyrsta mál á dagskrá. Getum við ekki breytt tímanum á Íslandi þannig að beinar útsendingar (og aðrar útsendingar) frá bandaríkjunum séu nú á örlítið skárri tíma? Orðinn dauðþreyttur á nba leikjum klukkan 2 að nóttu til, RockStar klukkan 1 og svo framvegis. Reyndar getur maður nú alveg lifað á 3-4 tíma svefni, en það er ekkert allt of gaman.
- Þá er komið að því, baunarnir mættir á klakann, tilbúnir í stríð. Eða það vona ég alla vegna þeirra vegna, því ef minn grunur reynist réttur munu tæklingarnar fljúga og danirnir líklegast líka! Vona bara að strákarnir reyni sitt allra besta og takist að stríða þeim almennilega.
- RockStar í gær: Úff... hvað með það þótt dilana hafi sungið með smá bágt í fætinum? ég veit ekki um marga sem syngja með kálfanum, en þið? Hélt ekki! Svo leit hún bara út eins og kalkúni hoppandi um á öðrum fætinum með hendurnar svona bognar. Magni var töff, kann að svara almennilega fyrir sig eins og hann hefur sýnt undanfarið. Ég er gersamlega búinn að fá nóg af Lukasi, gaurinn getur sungið en nei, hann ákveður trekk í trekk að jarma! Meira að segja rollur jarma ekki svona almennilega, og ég man ekki til þess að þátturinn heiti RockStar: Bleat Your Heart Out. Toby var góður, bjó til allt of grípandi lag og ég er ennþá að raula það! Þó að hann og Storm eigi nú ekki mikla möguleika í þetta var gaman að þeim. Storm má nú samt hætta að stunda endalaust kynlíf á sviðinu og átta sig á því að hún er miklu meira sexy þegar hún er aðeins virðulegri, eins og hún hefur sýnt.
- Þá er þetta komið í bili, endilega kommentið eitthvað, haldið blogginu lífandi
Flokkur: Bloggar | Miðvikudagur, 6. september 2006 | Facebook
Færsluflokkar
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nú skal spurt
Jæja, þessi týpíska: Er bloggið að gera sig?
Athugasemdir
hey, ég þarf að nýta mér þennan raðaða lista, þó svo að þetta sé ekki beint skemmtileg lausn :P Sammála með tímann, þó svo að það gæti reynst erfitt að sannfæra yfirvöld? Boltinn: hvað er skemmtilegra en að berja dani? ÁFRAM STRÁKAR, KOMA SVO! Magni stendur annars alltaf fyrir sínu, Toby var mjög góður í frumsamda laginu, maður byrjaði strax að syngja með! anywho, læra?
Þórdís Inga Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.