- Jæja gott fólk, fimm ára afmæli þessa dags. Reyndar er þessi dagur miklu eldri, en ég held að það þurfi ekkert að útskýra þetta neitt frekar. Fór á United 93 á laugardagskvöldið, og það er sko sterk mynd! Mæli með henni fyrir alla og alla sem allir þekkja! Þetta er eiginlega skyldumynd, ef svo mætti að orði komast. Tilfinningarnar í myndinni eru svo sterkar að það hálfa væri hræðilegt, endirinn er svo átakanlegri en í nokkurri annarri mynd sem ég hef séð.
- Ég er eins og flestir, man nákvæmlega hvar ég var og hvað ég var að gera þegar ég heyrði fyrst að flugvélar hefðu flogið á tvíburaturnana, og var örugglega ekki einn um að hugsa að þetta væri annað hvort grín eða þá einhverjar tvær smárellur. Ég man ennþá sjokkið þegar ég sá fyrst myndirnar af turnunum með reykinn flöktandi upp frá þeim. Og enn betur man ég eftir því að koma heim úr skólanum og horfa á turnana hrynja í beinni útsendingu. Ég held það hafi ekki verið fyrr en tveim dögum seinna sem maður fór að skilja hvað hafði gerst, hvað það þýddi og hvað myndi gerast eftir það. Ég man enn eftir svipbrigðum erlendra fréttamanna, bæði á staðnum og í stúdíóum, sér í lagi þeim bandarísku, sem reyndu að lýsa því sem fyrir augu bar og reyndu að útskýra fyrir heiminum hvað hafði átt sér stað. Enn þann dag í dag dáist ég að þessu fólki sem alveg örugglega þekkti einhvern sem vann annað hvort í eða við turnana, hvernig það hélt sér óbuguðum fyrir framan heimsbyggðina og kom öllu eins fagmannlega til skila og hægt var að gera, þó það væri undir þessum miklu geðshræringum og án efa hræðslu.
- Að lokum vil ég senda hér út mínar samúðarkveðjur til allra sem einhvern misstu í árásunum, eða stríðunum eftir þær. Ég vil minnast allra þeirra saklausu borgara sem féllu, fyrst ellefta september og síðar á svo til hverjum einasta degi til dagsins í dag, og langt fram í framtíðina.
- Síðasta línan verður einföld: Af hverju þurfti Bush að vera í forsetastól á þessum tíma?
Færsluflokkar
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nú skal spurt
Jæja, þessi týpíska: Er bloggið að gera sig?
Athugasemdir
sammála með United 93, einsog talað frá mínu hjarta! Þar sem ég var í 8unda bekk 2001 skildi ég ekki alveg hvað var að gerast, en ég vildi óska þess að ég hefði skilið það!
og: Afhverju þurfti Bush yfirhöfuð að ná kjöri???
Þórdís Inga Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2006 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.