Það eru ófá skiptin sem maður hefur lesið dálka í blöðum þar sem viðkomandi varð að mæta skilafresti en hafði greinilega ekki hugmynd um hvað hann átti að skrifa. Margir sem lenda í þessari stöðu fara auðveldu leiðina, vinsælu leiðina, skrifa um það að hafa ekkert að skrifa um. Kvarta jafnan undan því að þetta sé erfið tilfinning, undarlegt fyrir atvinnupenna að hafa ekkert að skrifa. Spurning hvort þetta fólk heldur að það séu bara áhugapennar sem þjást af ritblokk.
"Ég fæ borgað fyrir að skrifa, ég er undanþegin svona rugli. Ég er yfir þetta hafinn!"
Þetta er bara mín tilfinning þegar ég les suma þessa dálka. Reyndar finnst mér góðum dálkum hafa farið svolítið fækkandi undanfarið, kannski aðallega út af því að ég les mjög fáa dálka. Hins vegar les ég fáa dálka af því að ég les allt of marga leiðinlega dálka, sem aftur leiðir til þess að ég rekst á mjög fáa góða dálka. Er einhver farinn að sjá einhvers konar mynstur í þessu? Ég held að ég sé farinn að sjá eitthvað myndast hérna...
Nóg um það, nú skal snúið að sjónvarpinu.
So you think you can dance: Mikið svakalega eru þetta frábærir þættir! "Ædollið" á ekki roð í þessa snilld, þar sem lélegur dans er mun fyndnari en rammfalskur söngur. Sem dæmi mætti taka atriði úr fyrsta þættinum. Þar mætti 32 ára gamall maður með mömmu sína með sér (aldurstakmarkið er nota bene 30 eftir því sem ég hef heyrt, þannig að strax var ljóst í hvað stefndi). Hann hét einhverju nafni sem enginn man en vildi að sviðsnafnið sitt yrði "SEX", og þá erum við ekki að tala um íslensku töluna! Maðurinn var helvíti langt frá því að geta talist sexý, og dansinn var jafnvel lengra frá sömu skilgreiningu. Eftir að honum var sagt að hann ætti ekki heima í keppninni fór mamma hans að rífa sig við myndavélarnar, segjandi öllum heiminum að "SEX" væri bara víst sexy, thank you very much. Þegar ég hugsa út í það... Hann gæti vel hafa heitið Oedipus.
Margt í þessum þætti er hins vegar svo flott að maður situr í sófanum með hökuna á gólfinu, og þá er athyglin helst á breikurunum. Greinilegt að þeir hættu snemma í skóla og lærðu þar af leiðandi aldrei um hluti eins og þyngdarafl eða takmarkanir mannslíkamans! Mánudagar, hálf tíu, skylduáhorf!
Hell's Kitchen: Úff... Hefur þetta fólk yfir höfuð borðað mat? Eitt er víst að það hefur sko ekki eldað mat! Þvílíkt samansafn af klaufum, óvitum og vitleysingum. Geta ekki einu sinni komið út einföldum forréttum, þó hvert og eitt sjái bara um hluta af þeim. Þeim er greinilega ómögulegt að vinna saman. Velti fyrir mér hvenær Gordon tapar sér endanlega og eldar eitthvert þeirra, vona að það sé ekki langt í það.
Survivor: ÓJÁ! byrjar á mánudaginn og núna fundu þeir sko nýja leið til að skapa spennu og áhorf. Í fyrsta skipti í sögu þáttanna er skipt í ættbálka eftir kynþáttum! Þetta verður kynngimagnað, svo mikið er víst.
Er eitthvað annað í sjónvarpinu? Held ekki, nema íþróttir auðvitað, sem ég næ ekkert að horfa á af því að mér tekst að vera að vinna þegar hver einasta útsending er. Kannki að maður næli sér í gervihnött og fari að horfa á beinar útsendingar frá héraðsmóti í kúluspili frá Bandaríkjunum? Það ætti að vera á góðum tíma.
Þangað til næst
Flokkur: Bloggar | Föstudagur, 15. september 2006 | Facebook
Færsluflokkar
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.