Svakalega á mér að reynast erfitt að blogga daglega, enda held ég að bloggið yrði erfitt ef ég reyndi að þvinga eitthvað úr hausnum á mér daglega.
Þannig að þetta blogg verður eins og í fyrirsögninni: Daglegt blogg, hvern einasta dag - nokkra daga í viku! Fyndið ekki satt? ekki? nújá...
Nú er maður kominn með áskrift að enska boltanum, eða SkjáSporti öllu heldur. Get nú glápt á enska og, að mér skilst, ítalska boltann líka. Ekki shabby það! Í tilefni af því ætla ég að koma með spá fyrir leiki helgarinnar:
Liverpool - Tottenham: 1-1
Ég held að þetta endi á jafntefli, Liverpool hefur tæplega hæfileikann á að skora nema eitt mark í leik og Tottenham... tjah... held að þeir geti alveg grísað einu inn
Arsenal - Sheffield United: 4-0
Þessi leikur er búinn áður en hann byrjar, Sheffield ætti að sleppa því að mæta og sleppa með 0-3 tap, þetta verður slátrun!!
Aston Villa - Charton: 2-0
Aston Villa er á þvílíkri siglingu, enda með besta stjórann í boltanum. Alla vegna má hann eiga það að hann rífur það albesta úr öllum sínum mönnum, meira að segja Angel er að standa sig!
Fulham - Chelsea: 0-3
Þarf að segja meira? jújú, Fulham eru ágætir, en Chelsea gæti unnið þá með varaliðinu og með sjúkraþjálfarann í markinu.
Manchester City - West Ham: 1-2
Er ekki kominn tími á argentínumennina að gera eitthvað að viti? City í tómu tjóni og West Ham á inni góða leiki
Middlesbrough - Blackburn: 0-1
Ég held að þetta verði leiðinlegasti leikur helgarinnar, nenni ekki að tjá mig frekar um hann
Wigan - Watford: 2-2
Wigan á heimavelli, Watford spilar bara sóknarbolta, gæti orðið fjör.
Reading - Manchester United: 0-3
Tap gegn Arsenal síðustu helgi. Ef United rífur sig ekki upp núna og slátrar Reading held ég að það þýði bara eitt: Chelsea fer bara með þessa deild heim.
Newcastle - Everton: 2-3
Newcastle getur bara spilað á öðrum vallarhelmingum og eru ágætir í því. Everton er hins vegar með menn sem eiga eftir að slátra hundlélegum varnarmönnum Newcastle.
Portsmouth - Bolton: 1-0
Bolton gerir þetta erfitt fyrir Portsmouth en vörnin hjá Pompey er bara ógnarsterk, sé ekkert annað en sigur hjá Portsmouth og ég sé Bolton ekki skora
Jæja, komið nóg þetta skiptið
Flokkur: Bloggar | Föstudagur, 22. september 2006 (breytt kl. 11:48) | Facebook
Færsluflokkar
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er ekki hægt að blogga á hverjum degi! ég hef reyndar þann undraverða hæfileika að standa aldrei við neitt sem ég ætla að gera, td laga reglulega til, vera dugleg að blogga, borða hollt? krónískt vandamál sem ég er örugglega ein um!! een ljóðið er flott hérna fyrir neðan :) nei ég er ekki hlutdræg!
Þórdís Inga Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2006 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.