Jæja, kominn fimmtudagur, og þar með kominn tími á að koma mað spá fyrir helgina. Ef ég man rétt var ég með 4 rétta síðustu helgi og 2 réttar markatölur, það batnar núna ;)
Bolton - Liverpool: 1-0
Bolton ósigraðir í fjórum, Liverpool breytir liðinu í 95. leiknum í röð. 95 leikir og aldrei með sama byrjunarlið? Benitez miðar á hundraðið... Kevin Nolan setur markið og vörnin heldur, það er erfitt að skora á Reebok.
Charlton - Arsenal: 0-3
Charlton er algerlega úti á þekju, arsenal að komast í fluggírinn. Það þarf varla að ræða þetta neitt frekar, sorry Herminator og félagar, þið eigið minni séns en snjókorn í bakaraofni.
Chelsea - Aston Villa: 1-0
Ég vona innilega að ég hafi kolrangt fyrir mér, en Chelsea tapar ekki stigum á heimavelli og fær ekki á sig mörk þar heldur. Martin O'Neill hefur hins vegar innilega gaman að því að breyta hefðum og byrja nýjar, vonum það besta.
Everton - Manchester City: 2-0
City eru bara ekki nógu góðir varnarlega séð til að halda aftur af Everton, sigurinn gæti jafnvel orðið stærri.
Sheffield United - Middlesbrough: 2-2
Þó ég spái fjórum mörkum held ég að þetta verði leiðinlegasti leikur leiktíðarinnar. Ef ég þyrfti myndi ég borga ágætar fjárhæðir til að fá að missa af honum.
West Ham- Reading: 2-1
Reading er með eldsnögga menn á öllum svæðum vallarins, West Ham *hlýtur* að fara að gera eitthvað að viti! Segjum að Tevez skelli einu, loksins...
Blackburn - Wigan: 1-1
Þetta verður blóðbað! Alvöru tæklingar og alvöru ástríða! LOKSINS!! þennan leik er skylda að horfa á, ekki út af fallegum fótbolta heldur af því að þetta verður kennslubókardæmi í því hvernig "derby"leikir eiga að vera.
Manchester United - Newcastle: 3-0
Það eru alltaf mörk í þessum leikjum, og eins og vörnin hjá Newcastle er þá er engin spurning að mörkin munu flæða! Raunar eru þeir svarthvítu heppnir,
Bramble er í banni... Held að Ronaldo, Saha og Rooney setji eitt hver, Saha jafnvel tvö
Tottenham - Portsmouth: 2-1
Veit ekki hvernig ég kem út með þessa tölu. Þetta er algerlega á tilfinningu, Tottenham (eins og West Ham) hlýtur að fara að detta inn með einn góðan leik! Portsmouth að koma úr fyrsta tapinu sínu, sjáum hvað verður..
Watford - Fulham: 2-0
Watford er með betra lið en Fulham, ef þeir spila sinn leik verður Fulham bara að fara heim með skottið milli lappana.
Flokkur: Enski boltinn | Fimmtudagur, 28. september 2006 (breytt 29.9.2006 kl. 09:53) | Facebook
Færsluflokkar
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Leikurinn milli Bolton og Liverpool verður gríðarlega mikilvægur fyrir Liverpoolmenn enda hafa þeir bara náð í 1 stig á útivelli í ár.
Bolton eru vísir til að skora snemma og halda því enda er Big Sam góður í því og Bolton eru virkilega sterkir á heimavelli.
Hins vegar held ég að Benitez hljóti að blása til sóknar í þessum leik og vonandi fer þetta á besta veg fyrir Liverpool. Mín spá er 1-2 og að Bolton leiði í hálfleik 1-0 en missa einbeitninguna í kringum miðjan síðari hálfleik þar sem Gerrard mun opna markareikninginn sinn á þessu tímabili,síðan mun Kuyt setja hann c.a. 2-3 mínútum fyrir leikslok.
Juliusvf (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 06:54
tjah, hljómar alveg jafn líklegt og hvað annað. Hins vegar er aldrei hægt að bóka neitt hjá benitez, hver veit nema Gerrard spili með varaliðinu og frú benitez spili frammi? maðurinn er gersamlega óútreiknanlegur.
Daníel Már Jónsson, 29.9.2006 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.