Bronzebird: Bloggið sem hræðist ekkert! (nema kannski rúgbrauð)

Jæja, jæja, jæja. Landsliðið komið á rassinn, bókstaflega! En hvað 3-0 sigurinn á Norður-Írlandi virðist æðislega merkilegur eftir 2-0 tap gegn dönum og 4-0 (!) tap gegn lettum. Lettum? Jæja, við erum þó ekki í sömu sporum og Írar, 5-2 tap fyrir Kýpur (sem er nota bene einu sæti ofar á FIFA listanum en Botswana) er auðvitað alger niðurlæging fyrir lið sem var á HM fyrir einungis fjórum árum.

Nóg um það.

Hvernig stendur á því að það er ekki hægt að setja upp hraðamyndavélar á þyngstu umferðargötunum á Reykjavíkursvæðinu? Þetta er gert með miklum árangri á hraðbrautum td í bretlandi og heldur hraðanum niðri þar, af hverju ekki hér? Þetta er augljóslega frekar tilgangslaust í stórborgum erlendis þar sem það er erfitt að keyra eins og vitleysingur í umferðinni þar, en hér í Reykjavík keyra menn eins og algerir hálfvitar. Lögreglan hefur ekki mannskap í að hraðamæla á mörgum stöðum í einu eða vera nógu lengi að til að það breyti neinu. Á meðan þeir stöðva einn geta fleiri keyrt of hratt framhjá. Þetta er ekki vandamál með myndavélarnar, þær geta gripið alla sem keyra of hratt.

Ekki er hægt að bera kostnaðinn fyrir sem vörn því þær tækju ekki langan tíma í að borga sig upp. Hversu margir keyra á 100 eða meira upp og niður Ártúnsbrekku? Eða eftir Sæbraut? Um daginn var hraðamælt á hluta Langholtsvegar þar sem hámarkshraði er 30, nokkrir teknir á yfir 70! Ég bjó í þessu hverfi í fjölda ára og þetta er glapræði! gatan er svo til ein beygja þarna, ekkert nema bílastæði og hellingur af krökkum sem hlaupa þarna fram og tilbaka. Með hraðamyndavélum er hægt að bæta eftirlit með íbúðargötum, þar sem er mun meiri þörf á sýnilegri löggæslu en á stofnbrautum.

Jæja, nóg í bili. Endilega komið með athugasemdir, ég veit fyrir víst að margir hafa skoðanir á þessu máli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband