Bronzebird: Bloggið sem hlustar ekki á þá sem vita betur

Jæja, kominn fimmtu/föstudagur, tími fyrir helgarspá enska boltans!

Wigan - Manchester United: 0-2
Er þetta ekki bara klassískt? United verður að vinna þar sem þeir eru eina liðið sem á smá séns á að halda í við Chelski. Ronaldo setur amk eitt og setur þrjár aukaspyrnur upp í stúku.

Arsenal - Watford: 3-1
Arsenal á smá skriði, Watford ekki alveg að gera sig á útivöllum. Þeir eru æstir í að sanna sig og þá er hætt við því að þeir hleypi Arsenal í smá markaregn. Van Persie sjóðandi heitur og setur tvö, Henry setur einn og gott ef Arsenal skorar ekki hitt markið líka...

Aston Villa - Tottenham: 2-0
Ég er hættur að segja að Tottenham eigi eitthvað inni, þetta er bara ekki að gerast! Martin O'Neill er snillingur, hefði átt að ráða hann frekar en Sven McClaren. Angel með eitt, jafnvel tvö.

Liverpool - Blackburn: 1-1
Þulur á erlendri sjónvarpsstöð: "And here comes Momo Sudoku". Segir allt sem segja þarf um bítlaliðið þegar menn vita ekki einu sinni lengur hvað leikmennirnir heita! Talað um breidd í liðinu og í þessum umferðum sem búnar eru hefur Benitez notað að meðaltali 32 leikmenn í hverjum leik, veit ekki hvernig... Kuyt meiddur, gæti trúað því að baunaspíran setji eitt með heppni, Savage setur svo aukaspyrnu í hina áttina.

Manchester City - Sheffield United: 2-2
Þessi lið eru með slaka sóknarmenn (ein undantekning) en enn verri varnarmenn. Samaras er eini sóknarmaðurinn með hálfu viti, setur bæði. Guð má vita hver skorar fyrir Sheffield, en City fær á sig mörk.

Middlesbrough - Everton: 1-2
Nei bíddu, Woodgate meiddur?? Svo bregðast krosstré sem önnur tré... Borough er í tómu tjóni, Everton heitir. Segjum að Hasselbaink setji eitt og Andy Johnson tvö

Portsmouth - West Ham: 2-0
West Ham eru komnir hálfa leiðina í fall, sorglegt að segja frá því. Eggert að kaupa þá, kannski komast landsliðsmennirnir okkar þá loksins í byrjunarlið einhvers staðar? Pompey er bara of sterkt fyrir bitlausa Hamra

Reading - Chelsea: 1-2
Reading sýndi á móti United að þeir eru sko engir aukvisar, gallinn er bara að Chelsea getur farið hvert sem er, spilað fótbolta í 3 mínútur og unnið leikinn. Enn einu sinni gera þeir það og ég efast um að Reading stoppi þá. Sheva og Ballack fyrir Chelsea, Ingimarsson fyrir reading ;)

Newcastle - Bolton: 1-2
Þetta er leikur sem ég gæti varla haft minni áhuga á, Bolton vinnur með mörkum frá Anelka og Nolan, einhver áhorfandi skorar fyrir Newcastle, eða jafnvel boltastrákur...

Fulham - Charlton: 0-0
Jæja, fann leik sem ég hef minni áhuga á en þeim síðasta. Steindautt jafntefli þar sem dómarinn sofnar í hálfleik...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

held ég sé bara nokkuð sammála þér, spurning um að setja Ronaldo í nákvæmnisæfingar með skotin, þau eru nokkuð mörg sem fara 3m frá markinu?

Þórdís Inga Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2006 kl. 10:39

2 identicon

kominn tími á að fylgja spánni eftir! og kaupa afmælisgjöf!

Þórdís Inga Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband