Bronzebird: Bloggið sem spáði fyrir um enska boltann

Jæja, enn einn mánudagur, tími til að fara aðeins yfir síðustu spá úr enska boltanum. Síðast voru fjórir réttir og þar af ein rétt markatala, ekki alveg nógu gott.

Wigan - Manchester United: spáði 0-2, fór 1-3
Ronaldo meiddur og gersamlega eyðilaggði spána! Munurinn alla vegna réttur, það er þó eitthvað.

Arsenal - Watford: spáði 3-1, fór 3-0.
Watford hafði mikið meira en nóg af færum til að láta þetta standast, þeim að kenna að þetta klikkaði...

Aston Villa - Tottenham: spáði 2-0, fór 1-1
Angel sýndi allar sínar verstu hliðar á 2 mínútum! Ef mig misminnir ekki klikkaði maðurinn á þrem vítaspyrnum í fyrra og gott ef ekki einni í ár fyrir þennan leik. Af hverju fær hann þá að taka vítin áfram? Setti hann í hornfánann og hljóp svo til baka til að skora sjálfsmark, bara flottur á því.

Liverpool - Blackburn: spáði 1-1, fór 1-1
Sko mig, enda gat þessi leikur ekkert farið öðruvísi. Skandall samt að láta Bellamy skora með skalla, hvað næst? Crouch að skora með skalla??

Manchester City - Sheffield United: spáði 2-2, fór 0-0
Veit ekkert um þennan leik, hef ekki séð hann ennþá. Úrslitin standa þó rétt

Middlesbrough - Everton: Spáði 1-2, fór 2-1
Get ég ekki kennt innsláttarvillu um þetta? Líklega ekki, réttur fjöldi af mörkum í það minnsta. Átti aldrei von á því að boro færi að setja fleiri en eitt mark í þessum leik.

Portsmouth - West Ham: spáði 2-0, fór 2-0
Maður er sjóðandi heitur hérna, álíka heitur og Andy Cole á afmælisdaginn. Spurning hvort Newcastle fari ekki að bera víurnar í hann? Svakalegt mark hjá honum, hlýtur að vera bannað að setja hann svona.

Reading - Chelsea: spáði 1-2, fór 0-1
Jæja, rétt úrslit í það minnsta. Kjaftæði að hvað-hann-nú-heitir hafi verið að reyna að meia Cech, ég get ekki séð það af endursýningum. Mourinho brjálaður út af brottrekstrum á sínum mönnum. Sorry kall, Mikel varð að fara af velli, kominn með gult og stöðvar hraðaupphlaup með því að rífa leikmanninn aftur? Hvað á dómarinn að gera? Fyrirskipa skiptingu? Þetta er nú ekki fimmti flokkur...

Newcastle - Bolton: spáði 1-2, fór 1-2
Enn ein rétt markatala, ég fer að fá mér 900 númer og rukka fyrir spána! Newcastle er alveg ótrúlegt, held að þeir séu sjálfir að veðja á tapleiki hjá liðinu, svo algerlega reyndu þeir að tapa þessu.

Fulham - Charlton: er í kvöld og mér er alveg sama. "íslendingaslagur" og blablabla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sammála :P eeeen góð spá!

Þórdís Inga Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband