Nýjasta spáin í enska boltanum er komin!

Sjö rétt úrslit og 3 réttar markatölur síðast, ég held að ég kalli það bara helvíti gott! En hér er nýja spáin:

Wigan - Manchester City: 2-0
Wigan er með þrælgott lið, því er ekki að neita. Ég sé engann í City sem er líklegur til að skora, þannig að ég held að Wigan hafi þetta, nokkuð auðveldlega meira að segja.

Charlton - Watford: 1-1
Þetta er örugglega minnst spennandi leikurinn þessa helgina. Lið sem ég varla nenni að pæla í, hvað þá meira...

Chelsea - Portsmouth: 3-1
Maður getur varla spáð gegn Chelsea, sama hvað mann langar það! Þeir geta mætt þegar það eru 93 mínútur búnar og samt unnið leikinn, leiðindalið.

Everton - Sheffield United: 2-0
Ef Rob Hulse skorar ekki skorar Sheffield ekki! Everton er bara allt of sterkt lið fyrir fallkanditatana

Aston Villa - Fulham: 2-1
Aston Villa er ósigrað ennþá og ég sé Fulham ekki breyta því. Svo lengi sem Angel tekur ekki víti og man kannski í hvaða mark hann á að skora held ég að þetta steinliggi.

Manchester United - Liverpool: 3-0
Þetta hljómar fáránlega en bíðið bara og sjáið! Liverpool liggur til baka og beitir skyndisóknum en Rooney verður algerlega óstöðvandi! Og maður missir af leiknum út af vinnu, hversu frábært...

Blackburn - Bolton: 1-1
Ef ég ætti að velja einn leik sem fengi rauð spjöld þá er þetta málið! Tæklingar fram og til baka og mikið fjör. Ætti að vera einn skemmtilegasti leikurinn, bara ekki fyrir aðdáendur fallegs fótbolta!

Middlesbrough - Newcastle: 2-1
Boro vann Everton og er í góðum gír, Newcastle gerði sitt besta til að tapa fyrir Bolton og tókst það. Segi að þetta verði alveg eins, Newcastle yfir þar til þeir henda leiknum frá sér.

Tottenham - West Ham: 1-1
Tvö lið sem eru algerlega í flórnum! Spurning hvort þeim takist ekki einhvern vegin að fá leiknum bara frestað, forðast að fá nokkur stig..

Reading - Arsenal: 0-2
Arsenal komið í nokkuð góðan gang, held að þeir séu bara of stórir fyrir Reading.

Þá er þetta bara komið í bili, erfiðir leikir þessa vikuna...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hurru... bloggaðu drengur :)

Þórdís Inga Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2006 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband