Jæja, bloggið hefur átt við mikla tilvistarkreppu undanfarna daga. Nú skal það hins vegar rísa upp sem aldrei fyrr með ýmsum nýjum áherslum og breytingum.
Til dæmis mun spáin fyrir enska boltann taka mun minna pláss og yfirlit yfir hana koma með næstu spá á eftir.
Þar að auki mun ég koma inn með umfjallanir um hitt og þetta sem ég upplifi, hvort sem það eru veitingastaðir, bækur, myndir eða hvað sem fyrir augu mín ber (og önnur skilningavit líka, vitaskuld).
Svona til að byrja þetta nýja blogstand vil ég taka fram að ég hef aldrei ritað um stöðu homma og lesbía í Færeyjum af einni ástæðu. Hins vegar var ónefndur ráðherra ekki svo vel að sér og kom öllu í bál og brand með því að minnast á þetta á fundi. Það vissu það allir að þetta er mál sem ekki má ræða! Eða ég lifði lífinu í þeirri vissu...
Svo hef ég verið að velta því fyrir mér hvort starfsmönnum á subway sé uppálagt að vera eins lengi að afgreiða viðskiptavinina svo maður fái matinn nú alveg örugglega ekki volgan? Eða hvað þá heitan! Ég fór í dag á Subway í Smáralind, sem er nú ekki frásögu færandi nema fyrir það að það voru tveir strákar að afgreiða. Fyrir þá sem héldu að stelpur á subway væru stundum tómar og lengi vil ég upplýsa það að þær eru fluggáfaðir hraðadjöflar miðað við strákana sem afgreiddu mig í dag. Ekki nóg með að þurfa að bíða í korter eftir að þeir kláruðu að afgreiða þá 4 sem á undan mér voru, þá tók það 7 mín að afgreiða mig með einföldustu pöntun sem ég gat stafað ofan í þá! Hér kemur lýsing á þessu:
"Gestoðanæsta" (Líkleg þýðing "get ég aðstoðað næsta")
"Jú, góðan daginn. Ég ætla að fá einn 12 tommu pizzabát í ítölsku brauði"
Hann sker brauðið nokkurn vegin og ég upplýsi hann um að ég vilji lítið af sósu en auka ost. Eitthvað gengur illa að meðhöndla þessar upplýsingar og ég fæ slatta af sósu (vill til að sósan er þrælgóð) en einfaldan skammt af osti. Hann horfir svo á bátinn í nokkrar sekúndur og horfir svo á mig.
"mikosti?"
"Já, mikið af osti, takk."
Hann kemur annarri runu af osti a bátinn.
"hit'ea'rist?" (líkleg þýðing "viltu hann hitaðan eða ristaðan?")
"hitaðan."
Eitthvað vesen var á hinum stráknum sem var á grænmetinu (majonesið var víst búið) og það varð að stoppa allt á meðan hann fór baka til að leita að meira majonesi. Af hverju ekki var hægt að bjóða létt majones veit ég ekki (eða eru þeir bara með létt majones?).
Að lokum fannst smá botnfylli af majonesi, strákurinn tekur bátinn minn og snarstoppar svo.
"bíddu... hit'ea'rist?"
*andvarp* "hitaðan, takk"
Nú hugsaði ég að ég væri nú loksins laus við þennan, hinn virtist vera aðeins sneggri... En nei, þá ákváðu þeir að skipta, þar sem nú var öll pizzasósan búin. Virðist vera eitthvað skiptikerfi þarna, ef starfsmaður A leitar að sósu eitt skipti, VERÐUR starfsmaður B
að leita næst.
*ding* og viti menn, báturinn orðinn heitur en.. hvar er strákurinn?? hinn er farinn að afgreiða næstu kúnna en sá sem á að sjá um að koma grænmetinu á minn er horfinn í leit að pizzasósutrénu úti í garði! Þegar hann loksins kemur tekur hann bátinn út og skellir honum á borðið.
"eiggagrmti?" (líkleg þýðing "má bjóða þér eitthvað grænmeti á bátinn?")
"Já takk, líTið kál og líTinn lauk" Ég lærði nefnilega fyrir löngu að starfsfólk á subway skilur ekkert nema svo ýkta norðlensku að það verður að smella í tungunni við hvern einasta samhljóða.
Hann hefur mjög fönkí hugmyndir um skammtastærðir og skellir tveim fullum lúkum af káli á bátinn.
"Fyrirgefðu, minna kál takk."
"minna?" spurði hann með undrunarsvip.
"já, minna, ég vil líTTTTTTTTið af káli og lauk"
Honum tókst að bjarga þessu fyrir rest og ég segist ekki vilja neina sósu en slatta af salti og pipar.
Eftir að það kemst klakklaust í gegn pakkar hann bátnum inn og ég tek upp veskið. En bíddu.. hvar er hann?? Jú, eftir að henda bátnum mínum við kassann fór hann að setja á hjá stelpunni sem var á eftir mér! Nú var farið að sjóða allverulega á mér og mér var skapi næst að hella mér yfir hann og heimta að tala við vaktsjórann (einhvern daginn á ég ekki eftir að halda stjórn á skapinu, woe is them..) en beið rólegur eftir að honum þóknaðist að koma og rukka mig.
Loksins kláraði hann að skella á bátinn hennar og kom og rukkaði mig, af óskiljanlegum orsökum láðist mér að nefna aukaostinn, og var því ekki rukkaður fyrir hann.
Þegar ég loksins beit í bátinn vaknaði spurning í huga mér: af hverju er spurt "hit'ea'rist"? af hverju er ekki komið með spurningu sem hentar betur og býr mann undir það sem maður fær, eins og td: "ískp'ea'frst"? Sem hjá venjulegu fólki myndi útleggjast sem "viltu að hann sé geymdur í ísskáp eða frysti á meðan þú bíður?"
Það er kannski rétt að enda á að benda á að ég elska Subway, bátarnir þar eru með besta skyndibita sem völ er á. Hins vegar mætti fara að endurskoða starfsmannaþjálfunina þar, pronto! Þjónustulundin er engin, það sést ekki bros á neinum og það er alltaf eins og maður sé hreinlega leiðinlegur við starfsmennina af því að maður þarf endilega að versla hjá þeim.
Flokkur: Bloggar | Fimmtudagur, 2. nóvember 2006 (breytt 3.11.2006 kl. 09:54) | Facebook
Færsluflokkar
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vá hvað ég gæti ekki verið meira sammála! Ætti að senda þau öll í mannasiðakennslu á Bæjarins Beztu ;)
Þórdís Inga Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.