Jólaævintýri Dickens

Nú er sá árstími kominn að maður fer aftur að hugsa til þessa ævintýris. Nú hef ég velt því fyrir mér hvað draugarnir þrír myndu sýna manni þessi jólin. Draugar fortíðar og framtíðar hafa fengið minna pláss en draugur nútíðar, sem hefði mikið meira en nóg að sýna okkur.

Draugur núlíðandi jóla:

Það er margt sem hann gæti sýnt okkur, en ég held að ég viti hvert hann myndi stefna. Á meðan við lyfum í vellystingum, borðum dýrindismat, gefum og þyggjum rándýrar gjafir og látum okkur líða vel eru margir sem eru í annarri stöðu. Margir sem sofa ekki lengur fyrir áhyggjum af því hvernig þeir eigi að borga jólamatinn, hvernig þeir eigi að útvega börnunum jólagjafir og jólafötin. Fólk sveltur heilu og hálfu hungri allan mánuðinn til að geta veitt sér og sínum hvern þann litla lúxus sem það getur þegar hátíð ljóss og friðar gengur í garð.

Sjaldan finnst mér textinn úr hinu fleyga jólalagi með Band-Aid eiga betur við: "But say a prayer, pray for the other one. At Christmas time, it's hard but when you're having fun. There's a world outside your window, and it's a world of dread and fear. Where the only water flowing is the bitter sting of tears. And the Christmas bells that ring there are the clanging chimes of doom. Well tonight thank God it's them instead of you."

Lagið heldur svo áfram í áttina að fólkinu í Afríku en ég vil halda athyglinni nær okkur, á Íslandi. Nýverið fór fram söfnun fyrir börnum einhvers staðar út í heim, ég man ekki alveg hvar. Hvers vegna er verið að safna fyrir þeim þegar við sjáum ekki einu sinni um okkar eigið fólk? Af hverju er ekki byrjað á því að veita þeim sem standa okkur nær þá hjálp sem þeir þurfa? Hvernig getum við yfir höfuð hugsað út fyrir landssteinana þegar fólk er að svelta nokkra kílómetra frá okkur? Er landið orðið uppfullt af klónum af Pétri "það eru engir öryrkjar eða fátækir á Íslandi" Blöndal?

Það er allt of margt fólk á Íslandi sem þarf á hjálp að halda, hjálp sem Ríkisbubbarnir á Alþingi hafa engan áhuga á að veita þeim. Með því að lækka laun þingmanna um 200.000,- á kjaft myndu sparast 12.6 milljónir á mánuði. Væri ekki hægt að nota þennan pening í betri hluti en þeir eru notaðir núna? Stærri jeppa, stærri sjónvörp og stærri bumbur? Laun þingmanna hækka og hækka á meðan öryrkjar og aldraðir fá aldrei meira. Ef einhver þeirra skyldi dirfast að reyna að fá meira í budduna þá er ríkið baktryggt og sér til þess að viðkomandi endar á að fá minna. Guð einn veit hvað mætti svo spara á eftirlaunum þessarra plebba, sem eru svimandi ef þú hefur verið vinur "Aðal" og komist í ráðherrastól. Hvað þá ef þú ert nú "Aðal" sjálfur! Jú, þá seturðu bara inn klásúlur í eftirlaunin sem henta þér. Ef þig skyldi nú langa til að skrifa bók þá færðu áfram algerlega óskert eftirlaun. Ef þú skyldir nú ætla í hálaunað starf um leið og þú hættir þá færðu áfram algerlega óskert laun. Á meðan má öryrki ekki einu sinni vera pokadýr í bónus án þess að allur lífeyrir og/eða bætur séu teknar af honum!

Ég held að Draugurinn megi endilega kíkja við hjá þessum sálarlausa fólki á meðan það sefur eins og ormur á gulli. Hann gæti kannski hrist jafn vel upp í þeim og hann hrissti upp í Skröggi/Jóakim forðum daga (í disney útgáfunni), og ef til vill fengi Mikki eitthvað til að gefa fjölskyldunni að éta þessi jól. Ég myndi samt ekki veðja á það, ekki á meðan svona veruleikafyrrt fólk situr við völdin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sammála... og allir eiga að setja gjöf undir tré mæðrastyrksnefndar í kringlunni!

Þórdís Inga Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband