Spurningalisti:

Jæja, verð víst að setja svona inn fyrir dízu ;) Ætla nú samt að laga stafsetninguna í þessu, ekkert meira "myndiru"! :P So, answer away :)

 

1. Miðnafnið þitt:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Dirty or Clean:
8. Tattoo eða göt:
9. Hvernig þekkjumst við?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiðru bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndirðu þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
17. Getum við hist og bakað köku?
18. Hefurðu heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talarðu eða hefuru talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndirðu vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefuru?
25. Kæmirðu í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera?
28. Ætlarðu að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?


Jólaævintýri Dickens

Nú er sá árstími kominn að maður fer aftur að hugsa til þessa ævintýris. Nú hef ég velt því fyrir mér hvað draugarnir þrír myndu sýna manni þessi jólin. Draugar fortíðar og framtíðar hafa fengið minna pláss en draugur nútíðar, sem hefði mikið meira en nóg að sýna okkur.

Draugur núlíðandi jóla:

Það er margt sem hann gæti sýnt okkur, en ég held að ég viti hvert hann myndi stefna. Á meðan við lyfum í vellystingum, borðum dýrindismat, gefum og þyggjum rándýrar gjafir og látum okkur líða vel eru margir sem eru í annarri stöðu. Margir sem sofa ekki lengur fyrir áhyggjum af því hvernig þeir eigi að borga jólamatinn, hvernig þeir eigi að útvega börnunum jólagjafir og jólafötin. Fólk sveltur heilu og hálfu hungri allan mánuðinn til að geta veitt sér og sínum hvern þann litla lúxus sem það getur þegar hátíð ljóss og friðar gengur í garð.

Sjaldan finnst mér textinn úr hinu fleyga jólalagi með Band-Aid eiga betur við: "But say a prayer, pray for the other one. At Christmas time, it's hard but when you're having fun. There's a world outside your window, and it's a world of dread and fear. Where the only water flowing is the bitter sting of tears. And the Christmas bells that ring there are the clanging chimes of doom. Well tonight thank God it's them instead of you."

Lagið heldur svo áfram í áttina að fólkinu í Afríku en ég vil halda athyglinni nær okkur, á Íslandi. Nýverið fór fram söfnun fyrir börnum einhvers staðar út í heim, ég man ekki alveg hvar. Hvers vegna er verið að safna fyrir þeim þegar við sjáum ekki einu sinni um okkar eigið fólk? Af hverju er ekki byrjað á því að veita þeim sem standa okkur nær þá hjálp sem þeir þurfa? Hvernig getum við yfir höfuð hugsað út fyrir landssteinana þegar fólk er að svelta nokkra kílómetra frá okkur? Er landið orðið uppfullt af klónum af Pétri "það eru engir öryrkjar eða fátækir á Íslandi" Blöndal?

Það er allt of margt fólk á Íslandi sem þarf á hjálp að halda, hjálp sem Ríkisbubbarnir á Alþingi hafa engan áhuga á að veita þeim. Með því að lækka laun þingmanna um 200.000,- á kjaft myndu sparast 12.6 milljónir á mánuði. Væri ekki hægt að nota þennan pening í betri hluti en þeir eru notaðir núna? Stærri jeppa, stærri sjónvörp og stærri bumbur? Laun þingmanna hækka og hækka á meðan öryrkjar og aldraðir fá aldrei meira. Ef einhver þeirra skyldi dirfast að reyna að fá meira í budduna þá er ríkið baktryggt og sér til þess að viðkomandi endar á að fá minna. Guð einn veit hvað mætti svo spara á eftirlaunum þessarra plebba, sem eru svimandi ef þú hefur verið vinur "Aðal" og komist í ráðherrastól. Hvað þá ef þú ert nú "Aðal" sjálfur! Jú, þá seturðu bara inn klásúlur í eftirlaunin sem henta þér. Ef þig skyldi nú langa til að skrifa bók þá færðu áfram algerlega óskert eftirlaun. Ef þú skyldir nú ætla í hálaunað starf um leið og þú hættir þá færðu áfram algerlega óskert laun. Á meðan má öryrki ekki einu sinni vera pokadýr í bónus án þess að allur lífeyrir og/eða bætur séu teknar af honum!

Ég held að Draugurinn megi endilega kíkja við hjá þessum sálarlausa fólki á meðan það sefur eins og ormur á gulli. Hann gæti kannski hrist jafn vel upp í þeim og hann hrissti upp í Skröggi/Jóakim forðum daga (í disney útgáfunni), og ef til vill fengi Mikki eitthvað til að gefa fjölskyldunni að éta þessi jól. Ég myndi samt ekki veðja á það, ekki á meðan svona veruleikafyrrt fólk situr við völdin.

Hugsanir Dagsins

Árni Johnsen á þing þrátt fyrir "tæknileg mistök... Banaslys í umferðinni... Hattastand U2...

Jæja, fyrsta mál dagsins hlýtur að vera mr. Johnsen. Segist hafa gert "tæknileg mistök" sem hafi engan skaðað. Hvaða kjaftæði er þetta í manninum? Lögbrot eru lögbrot af því að einhvers staðar er skaði, það liggur í augum uppi, annars væri það ekki ólöglegt! Að þessum manni skuli vera svindlað svona inn á þing er auðvitað ekkert nema skandall. Rammfalskur og með 3 gítargrip í flýtiminninu, heimtar fáránleg fjárútlát per capita til að nokkrar eyjahræður geti keyrt upp á land... Ég er ekki frá því að það væri ódýrara fyrir ríkissjóð að byggja ný hús undir rassinn á þeim á Íslandinu sjálfu! Skilja svo bara krimmana eftir út í Eyjum, þá þarf mr. Johnsen ekki einu sinni að flytja! Hentug lausn fyrir alla, okkar eigið Alkatraz...

Annað mál dagsins tengist banaslysum í umferðinni, nánar tiltekið orsökum þeirra. Fréttin um útlendingana sem keyrðu á steypuklump var slys sem beið eftir því að fá að gerast. Það vita allir sem hafa keyrt þarna eða td niðri í miðbæ þar sem eitthvað er verið að vinna, hvað þá hjá nýju mislægu gatnamótunum á suður- og vesturlandsvegi! Þetta eru einhverjar mestu slysagildrur sem ég hef keyrt um, en það er víst allt í góðu lagi þarna þangað til einhver lendir í einhverju... Þeir sem sjá um þessi mál eru fífl upp til hópa..

Og svo er það fáránlegasta frétt ársins! U2 kærði fyrrum stílista sinn fyrir að stela kúrekahatti og fatnaði fyrir 19 árum!! Og viti menn, þeir unnu málið og hún verður að skila draslinu... KAUPIÐ NÝ FÖT! Mein Gott...


Bloggað á mánudegi

Jæja, helgin búin og vikan byrjuð, joy to the world. Já, þetta var kaldhæðni, bara svo það fari ekkert á milli mála! Ég veit ekki með aðra en ég er dauðþreyttur eftir helgina, vinna og vinna og sofa illa. Þetta veldur svo því að ég hef ekki hugmynd um hvað skal blogga, frekar en svo oft áður.

Á móti kemur að það eru svo fáir sem skoða síðuna að það skiptir voðalega litlu máli, og enn færri virðast þora að kommenta eitthvað.

Þannig að þetta blogg verður ekkert lengra, ekki fyrr en þú kemur með athugasemd ;) 


Bronzebird: Bloggið sem sefur á hvolfi

Ég var að horfa á enska boltann um helgina og þá sló mig í hausinn algert misræmi í reglum FIFA. Ég er viss um að fleiri hafa séð þetta, hvort sem þeir vita það eða ekki.

Hvernig stendur á því að leikmenn mega ekki fara úr treyjunni þegar þeir fagna marki þegar þeir eru komnir úr þeim mínútu eftir leik og labba um berir að ofan? Hver er lógíkin í því að spjalda menn fyrir að missa sig í fagnaðarlátum td. þegar þeir skora mikilvægt mark en svo er í góðu lagi að þeir labbi naktir um þegar búið er að flauta leikinn af? Er þá ekki líka í lagi að sparka í mótherjann þegar það er búið að flauta leikinn af? Hrækja á dómarann og rota hinn þjálfarann?

Nú er ég alls ekki að segja að það eigi að fara að spjalda menn fyrir þetta eftir leik, þvert á móti! Ég hef bara aldrei séð vitið í þessu spjaldi fyrir að fagna marki! Nema þegar Forlan átti í stökustu erfiðleikum með því að komast aftur í treyjuna...

Er þetta ekki bara enn einn liðurinn í því að FIFA sé að reyna að útrýma markaskorun? Gera það þannig að á endanum má ekki einu sinni veifa upp í stúku þegar maður skorar, hvað þá brosa!

Las merkilega grein í World Soccer þar sem verið var að setja það fram sem möguleika að útkljá leiki frekar á hornatalningu en vítaspyrnukeppni. Ef svo fer að staðan er jöfn eftir framlengingu vinnur liðið sem fékk fleiri hornspyrnur í leiknum. Þetta á að heita sanngjarnara en vítakeppni þar sem þetta á sér stað í 120 mínútur. Mér finnst þetta ekkert sanngjarnari leið en hitt, en það var annar punktur í þessu sem mér fannst þess virði að skoða nánar.

Hversu mörg lið myndu liggja til baka allan leikinn, fara ekki fram yfir miðju og reyna að hanga á jafntefli, vitandi það að ef að leikurinn endar jafn eiga þau ekki séns á að vinna hornatalninguna? Þú verður að sækja til að fá hornspyrnu, það segir sig sjálft að þær færðu ekki í eigin vítateig. Lið eru þar með neidd til að taka áhættu, verða að sækja fram á við, geta ekki bara beðið og vonað. Á markatöflunni væri bæði sýnd markatalan og þar við hliðina hornatalan.

Auðvitað er hægt að segja að menn fari þá bara að taka öll horn stutt og negla svo boltanum í næsta varnarmann, vonandi að boltinn fari aftur í horn. Á móti kemur að eitt mark vegur meira en hornspyrna, meira en tvöhundruð hornspyrnur. Lið verða ennþá að sækkjast eftir mörkum, en með þessu yrði sóknarleikur metinn meira en varnarleikur. Síðustu ár hefur mörkum fækkað, það verður að gera eitthvað til að hvetja menn til að spila sóknarleik, ekki með fimm manns í vörn og aðra fimm á miðjunni! Hugsanlega ætti að verðlauna einstaklinga enn meira fyrir mörkin, skipa þeim að fara úr treyjunni þegar þeir skora og gefa þeim fimm mínútna pásu frá leiknum svo þeir geti fagnað upp í stúku með áhorfendum!

Jæja, maður má láta sig dreyma, innan tíu ára verður orðið svo lítið af mörkum að maður nennir ekki að horfa lengur. Markrammarnir verða minnkaðir og lið fá að vera með tvo markmenn inn á vellinum í einu, en bara sjö útileikmenn á tvöfalt stærri velli. Það er nefnilega áberandi hvað líkamlegt ástand leikmanna fer batnandi, á meðan tæknilegri getu leikmanna fer aftur.

Vonum bara að það verði spornað við þessum breytingum til leiðinda og fótboltinn verði aftur það listform sem hann getur verið.


Bronzebird: Bloggið sem finnst rigning misgóð

Jæja, spurning um hvað blogg dagsins verður, það er úr mörgu að velja. Á maður að velja að blogga um moggann sem virðist vera með pólverja í innslættinum? Nahh.. Á maður að blogga um skort á almennri kurteisi í þjóðfélaginu? Njeee... Það þarf að vera eitthvað sem grípur lesendur sem villast inn á síðuna og allt að því neyðir þá til að tjá sig! Eitthvað svo magnþrungið og stórbrotið að fólk fær ekki staðist að lesa hvert einasta orð, helst tvisvar, sumir þrisvar.

Með það að leiðarljósi sit ég hér og hugsa, stunda heilabrot af mikilli ákefð og reyni að finna þetta merkilega umfangsefni. Svo verð ég svo eirðarlaus við setuna að ég tek eftir hlutum sem ég hef ekki tekið eftir áður, en ég einbeiti mér svo mikið að það skapast tæplega minning um þá. Eitthvað sá ég við símann minn, eitthvað fann ég við stólinn, heyrði eitthvað hljóð sem ég kannast ekki við. Ég loka þetta allt úti. Mér finnst sem ég horfi niður eftir löngum og dimmum göngum, við endann sé ég skært ljós. Ég finn að í ljósinu bíður mín þetta líka frábæra umræðuefni, eitthvað sem mun sjá til þess að bloggið mitt verður engu öðru líkt. Bloggið mitt verður viðmiðunarblogg, eitthvað sem allir bera sitt blogg saman við.

Verst að birtan er of skær og ég of langt í burtu, ég hreinlega sé ekki hvað er falið í ljósinu. Ég reyni að komast nær, en í hvert skipti sem ég tek skref í áttina að ljósinu fjarlægist það. Mér dettur í hug að nota öfuga sálfræði, geng frá ljósinu! NEI! Það fjarlægist enn, reyndar hægar, en fjarlægist samt. Ég reyni að minnka birtumuninn, kveiki á ljósum þar sem ég er í göngunum í von um að það hjálpi mér einhvern vegin að sjá í gegnum ofbirtuna. Það virkar ekki, hitt ljósið verður enn skærara með hverju ljósi sem ég kveiki, ég er engu nær!

Ég sest niður, alveg uppgefinn og útpældur. Í leitinni að leiðum til að komast að enda gangnanna hef ég gleymt upprunalegu markmiði mínu, að finna eitthvað frábært efni til að blogga um. Ég velti stöðunni fyrir mér, allur þessi tími farinn til einskis, allt þetta erfiði. Ég legg andlitið í greipar mér og loka augunum, ég hef ekki það sem þarf til að berjast í þessarri orustu. Hugmyndaflugið er komið í jólafrí, þýðir það dauða bloggsins fram á nýja árið? Þessi hugsun vekur upp hjá mér hroll, ég stekk á fætur og opna augun, tilbúinn að takast á við áskorunina og finna eitthvað til að blogga um. Það verður kannski ekki þetta frábæra efni sem ég hafði gert mér vonir um, en ég skal gefa því allt sem ég á og gera það eins gott og mögulegt er.

Allt í einu tekst ég á loft og þýt af stað í lausu lofti, það er eins og einhver hafi troðið ryksugu á endann á göngunum. Áður en ég veit af er ég kominn í ljósið, stend augliti til auglitis við hugmyndina, meistaraverkið, viðmiðunarbloggið. Eftir að hafa skoðað það í nokkurn tíma kemst ég að því að ég vissi allan tímann hvað það var, það var í hausnum á mér hverja einustu sekúndu af baráttunni. Það er bara ekkert svo sérstakt, það er ekki lausnarinn, það er ekki það sem ég hafði gert það að í hausnum á mér.

Hugmyndin, meistaraverkið, flýgur hægt í kringum mig, hring eftir hring. Það virðist vera að hæðast að mér, eins og þúsundum annarra rithöfunda sem hafa lent í svipuðum kringumstæðum. Hún hvíslar að mér að ég sé hvorki fyrsta né síðasta fórnarlambið, en enginn hafi séð sig í sömu mynd. Meistaraverkið hefur tekið á sig allra kvikinda form, hvort sem það er steinninn sem menn hafa barið hausnum utan í, ímyndaða snaran sem menn hafa hengt sig í, kletturinn sem þeir hafa klifið, hlauparinn sem þeir hafa elt eða konan sem þeir reyndu og reyndu að ná. Með miklu monti og smá votti af mikilmennskubrjálæði hvíslar hinn meinti lausnari að mér að ég sé öðruvísi, hann muni í raun og veru veita mér lausn. Ég hafi fundið það sem svo margir hafi leitað, snert það sem svo margir hafa reynt að grípa. Með þeim orðum þýtur hugmyndin burt, niður eftir göngunum og það er ein setning efst í huga mér þegar ég horfi á eftir henni.

"Takk, kæra ritblokk."


Bronzebird: Bloggið sem reis úr öskustónni!

Jæja, bloggið hefur átt við mikla tilvistarkreppu undanfarna daga. Nú skal það hins vegar rísa upp sem aldrei fyrr með ýmsum nýjum áherslum og breytingum.
Til dæmis mun spáin fyrir enska boltann taka mun minna pláss og yfirlit yfir hana koma með næstu spá á eftir.
Þar að auki mun ég koma inn með umfjallanir um hitt og þetta sem ég upplifi, hvort sem það eru veitingastaðir, bækur, myndir eða hvað sem fyrir augu mín ber (og önnur skilningavit líka, vitaskuld).

Svona til að byrja þetta nýja blogstand vil ég taka fram að ég hef aldrei ritað um stöðu homma og lesbía í Færeyjum af einni ástæðu. Hins vegar var ónefndur ráðherra ekki svo vel að sér og kom öllu í bál og brand með því að minnast á þetta á fundi. Það vissu það allir að þetta er mál sem ekki má ræða! Eða ég lifði lífinu í þeirri vissu...

Svo hef ég verið að velta því fyrir mér hvort starfsmönnum á subway sé uppálagt að vera eins lengi að afgreiða viðskiptavinina svo maður fái matinn nú alveg örugglega ekki volgan? Eða hvað þá heitan! Ég fór í dag á Subway í Smáralind, sem er nú ekki frásögu færandi nema fyrir það að það voru tveir strákar að afgreiða. Fyrir þá sem héldu að stelpur á subway væru stundum tómar og lengi vil ég upplýsa það að þær eru fluggáfaðir hraðadjöflar miðað við strákana sem afgreiddu mig í dag. Ekki nóg með að þurfa að bíða í korter eftir að þeir kláruðu að afgreiða þá 4 sem á undan mér voru, þá tók það 7 mín að afgreiða mig með einföldustu pöntun sem ég gat stafað ofan í þá! Hér kemur lýsing á þessu:

"Gestoðanæsta" (Líkleg þýðing "get ég aðstoðað næsta")
"Jú, góðan daginn. Ég ætla að fá einn 12 tommu pizzabát í ítölsku brauði"
Hann sker brauðið nokkurn vegin og ég upplýsi hann um að ég vilji lítið af sósu en auka ost. Eitthvað gengur illa að meðhöndla þessar upplýsingar og ég fæ slatta af sósu (vill til að sósan er þrælgóð) en einfaldan skammt af osti. Hann horfir svo á bátinn í nokkrar sekúndur og horfir svo á mig.
"mikosti?"
"Já, mikið af osti, takk."
Hann kemur annarri runu af osti a bátinn.
"hit'ea'rist?" (líkleg þýðing "viltu hann hitaðan eða ristaðan?")
"hitaðan."
Eitthvað vesen var á hinum stráknum sem var á grænmetinu (majonesið var víst búið) og það varð að stoppa allt á meðan hann fór baka til að leita að meira majonesi. Af hverju ekki var hægt að bjóða létt majones veit ég ekki (eða eru þeir bara með létt majones?).
Að lokum fannst smá botnfylli af majonesi, strákurinn tekur bátinn minn og snarstoppar svo.
"bíddu... hit'ea'rist?"
*andvarp* "hitaðan, takk"
Nú hugsaði ég að ég væri nú loksins laus við þennan, hinn virtist vera aðeins sneggri... En nei, þá ákváðu þeir að skipta, þar sem nú var öll pizzasósan búin. Virðist vera eitthvað skiptikerfi þarna, ef starfsmaður A leitar að sósu eitt skipti, VERÐUR starfsmaður B
að leita næst.
*ding* og viti menn, báturinn orðinn heitur en.. hvar er strákurinn?? hinn er farinn að afgreiða næstu kúnna en sá sem á að sjá um að koma grænmetinu á minn er horfinn í leit að pizzasósutrénu úti í garði! Þegar hann loksins kemur tekur hann bátinn út og skellir honum á borðið.
"eiggagrmti?" (líkleg þýðing "má bjóða þér eitthvað grænmeti á bátinn?")
"Já takk, líTið kál og líTinn lauk" Ég lærði nefnilega fyrir löngu að starfsfólk á subway skilur ekkert nema svo ýkta norðlensku að það verður að smella í tungunni við hvern einasta samhljóða.
Hann hefur mjög fönkí hugmyndir um skammtastærðir og skellir tveim fullum lúkum af káli á bátinn.
"Fyrirgefðu, minna kál takk."
"minna?" spurði hann með undrunarsvip.
"já, minna, ég vil líTTTTTTTTið af káli og lauk"
Honum tókst að bjarga þessu fyrir rest og ég segist ekki vilja neina sósu en slatta af salti og pipar.
Eftir að það kemst klakklaust í gegn pakkar hann bátnum inn og ég tek upp veskið. En bíddu.. hvar er hann?? Jú, eftir að henda bátnum mínum við kassann fór hann að setja á hjá stelpunni sem var á eftir mér! Nú var farið að sjóða allverulega á mér og mér var skapi næst að hella mér yfir hann og heimta að tala við vaktsjórann (einhvern daginn á ég ekki eftir að halda stjórn á skapinu, woe is them..) en beið rólegur eftir að honum þóknaðist að koma og rukka mig.
Loksins kláraði hann að skella á bátinn hennar og kom og rukkaði mig, af óskiljanlegum orsökum láðist mér að nefna aukaostinn, og var því ekki rukkaður fyrir hann.
Þegar ég loksins beit í bátinn vaknaði spurning í huga mér: af hverju er spurt "hit'ea'rist"? af hverju er ekki komið með spurningu sem hentar betur og býr mann undir það sem maður fær, eins og td: "ískp'ea'frst"? Sem hjá venjulegu fólki myndi útleggjast sem "viltu að hann sé geymdur í ísskáp eða frysti á meðan þú bíður?"

Það er kannski rétt að enda á að benda á að ég elska Subway, bátarnir þar eru með besta skyndibita sem völ er á. Hins vegar mætti fara að endurskoða starfsmannaþjálfunina þar, pronto! Þjónustulundin er engin, það sést ekki bros á neinum og það er alltaf eins og maður sé hreinlega leiðinlegur við starfsmennina af því að maður þarf endilega að versla hjá þeim.


Nýjasta spáin í enska boltanum er komin!

Sjö rétt úrslit og 3 réttar markatölur síðast, ég held að ég kalli það bara helvíti gott! En hér er nýja spáin:

Wigan - Manchester City: 2-0
Wigan er með þrælgott lið, því er ekki að neita. Ég sé engann í City sem er líklegur til að skora, þannig að ég held að Wigan hafi þetta, nokkuð auðveldlega meira að segja.

Charlton - Watford: 1-1
Þetta er örugglega minnst spennandi leikurinn þessa helgina. Lið sem ég varla nenni að pæla í, hvað þá meira...

Chelsea - Portsmouth: 3-1
Maður getur varla spáð gegn Chelsea, sama hvað mann langar það! Þeir geta mætt þegar það eru 93 mínútur búnar og samt unnið leikinn, leiðindalið.

Everton - Sheffield United: 2-0
Ef Rob Hulse skorar ekki skorar Sheffield ekki! Everton er bara allt of sterkt lið fyrir fallkanditatana

Aston Villa - Fulham: 2-1
Aston Villa er ósigrað ennþá og ég sé Fulham ekki breyta því. Svo lengi sem Angel tekur ekki víti og man kannski í hvaða mark hann á að skora held ég að þetta steinliggi.

Manchester United - Liverpool: 3-0
Þetta hljómar fáránlega en bíðið bara og sjáið! Liverpool liggur til baka og beitir skyndisóknum en Rooney verður algerlega óstöðvandi! Og maður missir af leiknum út af vinnu, hversu frábært...

Blackburn - Bolton: 1-1
Ef ég ætti að velja einn leik sem fengi rauð spjöld þá er þetta málið! Tæklingar fram og til baka og mikið fjör. Ætti að vera einn skemmtilegasti leikurinn, bara ekki fyrir aðdáendur fallegs fótbolta!

Middlesbrough - Newcastle: 2-1
Boro vann Everton og er í góðum gír, Newcastle gerði sitt besta til að tapa fyrir Bolton og tókst það. Segi að þetta verði alveg eins, Newcastle yfir þar til þeir henda leiknum frá sér.

Tottenham - West Ham: 1-1
Tvö lið sem eru algerlega í flórnum! Spurning hvort þeim takist ekki einhvern vegin að fá leiknum bara frestað, forðast að fá nokkur stig..

Reading - Arsenal: 0-2
Arsenal komið í nokkuð góðan gang, held að þeir séu bara of stórir fyrir Reading.

Þá er þetta bara komið í bili, erfiðir leikir þessa vikuna...

Bronzebird: Bloggið sem spáði fyrir um enska boltann

Jæja, enn einn mánudagur, tími til að fara aðeins yfir síðustu spá úr enska boltanum. Síðast voru fjórir réttir og þar af ein rétt markatala, ekki alveg nógu gott.

Wigan - Manchester United: spáði 0-2, fór 1-3
Ronaldo meiddur og gersamlega eyðilaggði spána! Munurinn alla vegna réttur, það er þó eitthvað.

Arsenal - Watford: spáði 3-1, fór 3-0.
Watford hafði mikið meira en nóg af færum til að láta þetta standast, þeim að kenna að þetta klikkaði...

Aston Villa - Tottenham: spáði 2-0, fór 1-1
Angel sýndi allar sínar verstu hliðar á 2 mínútum! Ef mig misminnir ekki klikkaði maðurinn á þrem vítaspyrnum í fyrra og gott ef ekki einni í ár fyrir þennan leik. Af hverju fær hann þá að taka vítin áfram? Setti hann í hornfánann og hljóp svo til baka til að skora sjálfsmark, bara flottur á því.

Liverpool - Blackburn: spáði 1-1, fór 1-1
Sko mig, enda gat þessi leikur ekkert farið öðruvísi. Skandall samt að láta Bellamy skora með skalla, hvað næst? Crouch að skora með skalla??

Manchester City - Sheffield United: spáði 2-2, fór 0-0
Veit ekkert um þennan leik, hef ekki séð hann ennþá. Úrslitin standa þó rétt

Middlesbrough - Everton: Spáði 1-2, fór 2-1
Get ég ekki kennt innsláttarvillu um þetta? Líklega ekki, réttur fjöldi af mörkum í það minnsta. Átti aldrei von á því að boro færi að setja fleiri en eitt mark í þessum leik.

Portsmouth - West Ham: spáði 2-0, fór 2-0
Maður er sjóðandi heitur hérna, álíka heitur og Andy Cole á afmælisdaginn. Spurning hvort Newcastle fari ekki að bera víurnar í hann? Svakalegt mark hjá honum, hlýtur að vera bannað að setja hann svona.

Reading - Chelsea: spáði 1-2, fór 0-1
Jæja, rétt úrslit í það minnsta. Kjaftæði að hvað-hann-nú-heitir hafi verið að reyna að meia Cech, ég get ekki séð það af endursýningum. Mourinho brjálaður út af brottrekstrum á sínum mönnum. Sorry kall, Mikel varð að fara af velli, kominn með gult og stöðvar hraðaupphlaup með því að rífa leikmanninn aftur? Hvað á dómarinn að gera? Fyrirskipa skiptingu? Þetta er nú ekki fimmti flokkur...

Newcastle - Bolton: spáði 1-2, fór 1-2
Enn ein rétt markatala, ég fer að fá mér 900 númer og rukka fyrir spána! Newcastle er alveg ótrúlegt, held að þeir séu sjálfir að veðja á tapleiki hjá liðinu, svo algerlega reyndu þeir að tapa þessu.

Fulham - Charlton: er í kvöld og mér er alveg sama. "íslendingaslagur" og blablabla

Bronzebird: Bloggið sem hlustar ekki á þá sem vita betur

Jæja, kominn fimmtu/föstudagur, tími fyrir helgarspá enska boltans!

Wigan - Manchester United: 0-2
Er þetta ekki bara klassískt? United verður að vinna þar sem þeir eru eina liðið sem á smá séns á að halda í við Chelski. Ronaldo setur amk eitt og setur þrjár aukaspyrnur upp í stúku.

Arsenal - Watford: 3-1
Arsenal á smá skriði, Watford ekki alveg að gera sig á útivöllum. Þeir eru æstir í að sanna sig og þá er hætt við því að þeir hleypi Arsenal í smá markaregn. Van Persie sjóðandi heitur og setur tvö, Henry setur einn og gott ef Arsenal skorar ekki hitt markið líka...

Aston Villa - Tottenham: 2-0
Ég er hættur að segja að Tottenham eigi eitthvað inni, þetta er bara ekki að gerast! Martin O'Neill er snillingur, hefði átt að ráða hann frekar en Sven McClaren. Angel með eitt, jafnvel tvö.

Liverpool - Blackburn: 1-1
Þulur á erlendri sjónvarpsstöð: "And here comes Momo Sudoku". Segir allt sem segja þarf um bítlaliðið þegar menn vita ekki einu sinni lengur hvað leikmennirnir heita! Talað um breidd í liðinu og í þessum umferðum sem búnar eru hefur Benitez notað að meðaltali 32 leikmenn í hverjum leik, veit ekki hvernig... Kuyt meiddur, gæti trúað því að baunaspíran setji eitt með heppni, Savage setur svo aukaspyrnu í hina áttina.

Manchester City - Sheffield United: 2-2
Þessi lið eru með slaka sóknarmenn (ein undantekning) en enn verri varnarmenn. Samaras er eini sóknarmaðurinn með hálfu viti, setur bæði. Guð má vita hver skorar fyrir Sheffield, en City fær á sig mörk.

Middlesbrough - Everton: 1-2
Nei bíddu, Woodgate meiddur?? Svo bregðast krosstré sem önnur tré... Borough er í tómu tjóni, Everton heitir. Segjum að Hasselbaink setji eitt og Andy Johnson tvö

Portsmouth - West Ham: 2-0
West Ham eru komnir hálfa leiðina í fall, sorglegt að segja frá því. Eggert að kaupa þá, kannski komast landsliðsmennirnir okkar þá loksins í byrjunarlið einhvers staðar? Pompey er bara of sterkt fyrir bitlausa Hamra

Reading - Chelsea: 1-2
Reading sýndi á móti United að þeir eru sko engir aukvisar, gallinn er bara að Chelsea getur farið hvert sem er, spilað fótbolta í 3 mínútur og unnið leikinn. Enn einu sinni gera þeir það og ég efast um að Reading stoppi þá. Sheva og Ballack fyrir Chelsea, Ingimarsson fyrir reading ;)

Newcastle - Bolton: 1-2
Þetta er leikur sem ég gæti varla haft minni áhuga á, Bolton vinnur með mörkum frá Anelka og Nolan, einhver áhorfandi skorar fyrir Newcastle, eða jafnvel boltastrákur...

Fulham - Charlton: 0-0
Jæja, fann leik sem ég hef minni áhuga á en þeim síðasta. Steindautt jafntefli þar sem dómarinn sofnar í hálfleik...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband