Nóg um það.
Hvernig stendur á því að það er ekki hægt að setja upp hraðamyndavélar á þyngstu umferðargötunum á Reykjavíkursvæðinu? Þetta er gert með miklum árangri á hraðbrautum td í bretlandi og heldur hraðanum niðri þar, af hverju ekki hér? Þetta er augljóslega frekar tilgangslaust í stórborgum erlendis þar sem það er erfitt að keyra eins og vitleysingur í umferðinni þar, en hér í Reykjavík keyra menn eins og algerir hálfvitar. Lögreglan hefur ekki mannskap í að hraðamæla á mörgum stöðum í einu eða vera nógu lengi að til að það breyti neinu. Á meðan þeir stöðva einn geta fleiri keyrt of hratt framhjá. Þetta er ekki vandamál með myndavélarnar, þær geta gripið alla sem keyra of hratt.
Ekki er hægt að bera kostnaðinn fyrir sem vörn því þær tækju ekki langan tíma í að borga sig upp. Hversu margir keyra á 100 eða meira upp og niður Ártúnsbrekku? Eða eftir Sæbraut? Um daginn var hraðamælt á hluta Langholtsvegar þar sem hámarkshraði er 30, nokkrir teknir á yfir 70! Ég bjó í þessu hverfi í fjölda ára og þetta er glapræði! gatan er svo til ein beygja þarna, ekkert nema bílastæði og hellingur af krökkum sem hlaupa þarna fram og tilbaka. Með hraðamyndavélum er hægt að bæta eftirlit með íbúðargötum, þar sem er mun meiri þörf á sýnilegri löggæslu en á stofnbrautum.
Jæja, nóg í bili. Endilega komið með athugasemdir, ég veit fyrir víst að margir hafa skoðanir á þessu máli.
Bloggar | Þriðjudagur, 10. október 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, sannkallað svefnblogg! Mér líður eins og uppvakningi... Uppvakningi sem hefur ekkert sofið síðustu vikuna! Einhvern vegin er maður nú samt að fúnkera. Það er líklega vegna þess að ég er orðinn að uppvakningi, enginn heili, ekkert vesen. Bara geri það sem ég á og þarf að gera og hef ekki haus í að kvarta eða gera neitt annað, nema blogga Svona þykir mér vænt um þig, lesandi góður, að ég brýst út úr svart/hvítri veröld uppvakningsins til að troða nokkrum orðum á síðu. Segðu svo að fólk geri aldrei neitt fyrir þig!
En svo er hin hliðin... Sem heilalaus uppvakningur á ég mjög erfitt með að finna eitthvað til að blogga um, verð bara að fylla upp í þetta með orðaglamri um ekki neitt. Það er vanmetin list, oft sem það getur bjargað manni að bulla um ekkert, án þess þó að viðmælandi átti sig á því hvað sé í gangi. Núna, til dæmis, hefur þú ekki hugmynd um það að þetta blogg snýst í rauninni um það að sjá hversu langt þú getur lesið án þess að gefast upp á því að lesa innantómt hjal.
Mín ágiskun er sú að þú sért löngu hættur að lesa, góður fyrrverandi lesandi, en engu að síður held ég áfram að rita þetta fyrir þig. Þannig geturðu komið aftur seinna, gert aðra tilraun til að lesa þetta, og þá hugsanlega áttað þig á því hvernig málum er hér háttað. Já, kæri aftursnúni lesandi, þú átt hrós skilið fyrir að gera aðra tilraun, þú munt fá verðlaunin í pósti. Reyndar verðurðu að sækja þau sjálfur í pósthólf í los angeles, vona að það sé ekki of mikið vesen. Þakka þér fyrir lesturinn, og til hamingju með lesturinn! Endilega skildu svo eftir athugasemd, ef þú ert ennþá vakandi.
Bloggar | Miðvikudagur, 4. október 2006 (breytt kl. 10:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bolton - Liverpool: spáði 1-0, fór 2-0. Nokkuð nálægt, sáttur hér
Charlton - Arsenal: spáði 0-3, fór 1-2. Jæja, 3 mörk, vitlaust skipt.
Chelsea - Aston Villa: Spáði 1-0, fór 1-1. Ekki haft jafn gaman að því að hafa rangt fyrir mér í langan tíma!
Everton - Manchester City: Spáði 2-0, fór 1-1. City jafnaði tveim dögum eftir leik, bara svindl.
Sheffield United - Middlesbrough: Spáði 2-2, fór... horfði einhver á þetta?? hmm... augnablik... 2-1! Og nóg sagt um þennan leik.
West Ham - Reading: Spáði 2-1, fór 0-1. Verst Ham er bara í flórnum, hættur að giska á þá!
Blackburn - Wigan: Spáði 1-1, fór 2-1. Nálægt, annað markið var rangstaða (skilst mér) þannig að þetta stóðst, er þaggi?
Manchester United - Newcastle: spáði 3-0, fór 2-0. Hefði haft þetta rétt ef ronaldo væri ekki svona fjandi illa við markramman! hvað er málið? 3 skot í ramman??
Tottenham - Portsmouth: spáði 2-1, fór 2-1. Loksins hárrétt... erfiðir leikir þessa helgina!
Watford - Fulham í kvöld, hann fer 2-0 og ekkert rugl takk!
Bloggar | Mánudagur, 2. október 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja, kominn fimmtudagur, og þar með kominn tími á að koma mað spá fyrir helgina. Ef ég man rétt var ég með 4 rétta síðustu helgi og 2 réttar markatölur, það batnar núna ;)
Bolton - Liverpool: 1-0
Bolton ósigraðir í fjórum, Liverpool breytir liðinu í 95. leiknum í röð. 95 leikir og aldrei með sama byrjunarlið? Benitez miðar á hundraðið... Kevin Nolan setur markið og vörnin heldur, það er erfitt að skora á Reebok.
Charlton - Arsenal: 0-3
Charlton er algerlega úti á þekju, arsenal að komast í fluggírinn. Það þarf varla að ræða þetta neitt frekar, sorry Herminator og félagar, þið eigið minni séns en snjókorn í bakaraofni.
Chelsea - Aston Villa: 1-0
Ég vona innilega að ég hafi kolrangt fyrir mér, en Chelsea tapar ekki stigum á heimavelli og fær ekki á sig mörk þar heldur. Martin O'Neill hefur hins vegar innilega gaman að því að breyta hefðum og byrja nýjar, vonum það besta.
Everton - Manchester City: 2-0
City eru bara ekki nógu góðir varnarlega séð til að halda aftur af Everton, sigurinn gæti jafnvel orðið stærri.
Sheffield United - Middlesbrough: 2-2
Þó ég spái fjórum mörkum held ég að þetta verði leiðinlegasti leikur leiktíðarinnar. Ef ég þyrfti myndi ég borga ágætar fjárhæðir til að fá að missa af honum.
West Ham- Reading: 2-1
Reading er með eldsnögga menn á öllum svæðum vallarins, West Ham *hlýtur* að fara að gera eitthvað að viti! Segjum að Tevez skelli einu, loksins...
Blackburn - Wigan: 1-1
Þetta verður blóðbað! Alvöru tæklingar og alvöru ástríða! LOKSINS!! þennan leik er skylda að horfa á, ekki út af fallegum fótbolta heldur af því að þetta verður kennslubókardæmi í því hvernig "derby"leikir eiga að vera.
Manchester United - Newcastle: 3-0
Það eru alltaf mörk í þessum leikjum, og eins og vörnin hjá Newcastle er þá er engin spurning að mörkin munu flæða! Raunar eru þeir svarthvítu heppnir,
Bramble er í banni... Held að Ronaldo, Saha og Rooney setji eitt hver, Saha jafnvel tvö
Tottenham - Portsmouth: 2-1
Veit ekki hvernig ég kem út með þessa tölu. Þetta er algerlega á tilfinningu, Tottenham (eins og West Ham) hlýtur að fara að detta inn með einn góðan leik! Portsmouth að koma úr fyrsta tapinu sínu, sjáum hvað verður..
Watford - Fulham: 2-0
Watford er með betra lið en Fulham, ef þeir spila sinn leik verður Fulham bara að fara heim með skottið milli lappana.
Enski boltinn | Fimmtudagur, 28. september 2006 (breytt 29.9.2006 kl. 09:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Out of luck,
Out of places to hide;
When trouble comes calling.
I'm seeking you,
Hunting you,
You know it's not right;
So you keep on stalling.
Look out, 'cause I will find you.
You run and run and run,
I won't stop I'm having fun, so
Look out! Now I'm right behind you.
You better run harder,
Run faster,
But it's useless to hide;
'Cause I'm right on your tail.
Soon I'm gonna catch you,
be with you,
be right by your side;
And you know I won't fail.
Look out, 'cause I'm gonna find you.
You run and run and run,
I won't stop I'm having fun, so
Look out! Now I'm right behind you.
Nú er bara spurningin, er einhver sem les bloggið og er betur gefinn tónlistarlega en ég? Ég er með smá laglínu í hausnum en þó ég sé ágætur í gítarspilinu er mér gersamlega ómögulegt að koma lögum saman. Öll innlegg vel þegin.
Ljóð | Fimmtudagur, 28. september 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
You went to heaven, I didn't come along.
I think I heard the angels singing their song.
I tried so hard to follow, to go along with you.
I ran straight into a wall, couldn't get through.
Even though you were gone, I was breathing still.
I couldn't follow, come with you, not with all my will.
So now I'm biding my time, I wait and wait and wait.
Someday we'll meet again, outside heavens gate.
Ljóð | Mánudagur, 25. september 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, bara einn leikur eftir og þá er ekki úr vegi að fara yfir hvernig mér gekk í spánni!
Liverpool - Tottenham: spáði 1-1, endaði 3-0. Klúður!
Arsenal - Sheffield United: spáði 4-0, endaði 3-0. Kalla þetta nokkuð gott!
Aston Villa - Charlton: spáði 2-0, endaði 2-0. Spot on!
Fulham - Chelsea: spáði 0-3, endaði 0-2. Ekki alls fjarri!
Manchester City - West Ham: spáði 1-2, endaði 2-0. Annað klúður!
Middlesbrough - Blackburn: spáði 0-1, endaði 0-1. Aldrei spurning hér!
Reading - Manchester United: spáði 0-3, endaði 1-1. Klúður hjá öllum málsaðeigandi!
Newcastle - Everton: spáði 2-3, endaði 1-1. Horfði á leikinn, hefði átt að enda með amk 5 mörkum! besti leikur tímabilsins hingað til, alveg hiklaust!
Svo er einn leikur í kvöld, held að þar bætist fimmta rétta spáin við, jafnvel þriðja nákvæma spáin!
Enski boltinn | Mánudagur, 25. september 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svakalega á mér að reynast erfitt að blogga daglega, enda held ég að bloggið yrði erfitt ef ég reyndi að þvinga eitthvað úr hausnum á mér daglega.
Þannig að þetta blogg verður eins og í fyrirsögninni: Daglegt blogg, hvern einasta dag - nokkra daga í viku! Fyndið ekki satt? ekki? nújá...
Nú er maður kominn með áskrift að enska boltanum, eða SkjáSporti öllu heldur. Get nú glápt á enska og, að mér skilst, ítalska boltann líka. Ekki shabby það! Í tilefni af því ætla ég að koma með spá fyrir leiki helgarinnar:
Liverpool - Tottenham: 1-1
Ég held að þetta endi á jafntefli, Liverpool hefur tæplega hæfileikann á að skora nema eitt mark í leik og Tottenham... tjah... held að þeir geti alveg grísað einu inn
Arsenal - Sheffield United: 4-0
Þessi leikur er búinn áður en hann byrjar, Sheffield ætti að sleppa því að mæta og sleppa með 0-3 tap, þetta verður slátrun!!
Aston Villa - Charton: 2-0
Aston Villa er á þvílíkri siglingu, enda með besta stjórann í boltanum. Alla vegna má hann eiga það að hann rífur það albesta úr öllum sínum mönnum, meira að segja Angel er að standa sig!
Fulham - Chelsea: 0-3
Þarf að segja meira? jújú, Fulham eru ágætir, en Chelsea gæti unnið þá með varaliðinu og með sjúkraþjálfarann í markinu.
Manchester City - West Ham: 1-2
Er ekki kominn tími á argentínumennina að gera eitthvað að viti? City í tómu tjóni og West Ham á inni góða leiki
Middlesbrough - Blackburn: 0-1
Ég held að þetta verði leiðinlegasti leikur helgarinnar, nenni ekki að tjá mig frekar um hann
Wigan - Watford: 2-2
Wigan á heimavelli, Watford spilar bara sóknarbolta, gæti orðið fjör.
Reading - Manchester United: 0-3
Tap gegn Arsenal síðustu helgi. Ef United rífur sig ekki upp núna og slátrar Reading held ég að það þýði bara eitt: Chelsea fer bara með þessa deild heim.
Newcastle - Everton: 2-3
Newcastle getur bara spilað á öðrum vallarhelmingum og eru ágætir í því. Everton er hins vegar með menn sem eiga eftir að slátra hundlélegum varnarmönnum Newcastle.
Portsmouth - Bolton: 1-0
Bolton gerir þetta erfitt fyrir Portsmouth en vörnin hjá Pompey er bara ógnarsterk, sé ekkert annað en sigur hjá Portsmouth og ég sé Bolton ekki skora
Jæja, komið nóg þetta skiptið
Bloggar | Föstudagur, 22. september 2006 (breytt kl. 11:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Us two, going strong.
Been going for so long.
Running on, running hard,
Bruised, bloodied, scarred.
In our heart, a long lost song.
Day, week, month and year.
Hoping I will see you there.
Waiting for that burn,
That soon shall return,
And again, we will share.
Jæja.. þetta gekk og ekki, nokkuð sáttur við þetta bara. Held ég... :P
Bloggar | Þriðjudagur, 19. september 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Looks very pretty, looks real sweet,
But she'll take you and eat you for breakfast.
Inside she's mean and she's cruel,
Now boy, don't you be a fool!
She's fishing and her line has been cast.
You'll take the bait and you're drawn in,
The latest in a long line of men,
She'll take her time and have her way with you.
It won't be long 'til you're in hell,
Left alone, just an empty shell,
Begging for death, but she'll never be through.
The time won't matter,
She's mad as a hatter,
From now through the ages,
her emotional cages,
will hold your emtpy shell
Ljóð | Föstudagur, 15. september 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar