Færsluflokkur: Bloggar
Nóg um það.
Hvernig stendur á því að það er ekki hægt að setja upp hraðamyndavélar á þyngstu umferðargötunum á Reykjavíkursvæðinu? Þetta er gert með miklum árangri á hraðbrautum td í bretlandi og heldur hraðanum niðri þar, af hverju ekki hér? Þetta er augljóslega frekar tilgangslaust í stórborgum erlendis þar sem það er erfitt að keyra eins og vitleysingur í umferðinni þar, en hér í Reykjavík keyra menn eins og algerir hálfvitar. Lögreglan hefur ekki mannskap í að hraðamæla á mörgum stöðum í einu eða vera nógu lengi að til að það breyti neinu. Á meðan þeir stöðva einn geta fleiri keyrt of hratt framhjá. Þetta er ekki vandamál með myndavélarnar, þær geta gripið alla sem keyra of hratt.
Ekki er hægt að bera kostnaðinn fyrir sem vörn því þær tækju ekki langan tíma í að borga sig upp. Hversu margir keyra á 100 eða meira upp og niður Ártúnsbrekku? Eða eftir Sæbraut? Um daginn var hraðamælt á hluta Langholtsvegar þar sem hámarkshraði er 30, nokkrir teknir á yfir 70! Ég bjó í þessu hverfi í fjölda ára og þetta er glapræði! gatan er svo til ein beygja þarna, ekkert nema bílastæði og hellingur af krökkum sem hlaupa þarna fram og tilbaka. Með hraðamyndavélum er hægt að bæta eftirlit með íbúðargötum, þar sem er mun meiri þörf á sýnilegri löggæslu en á stofnbrautum.
Jæja, nóg í bili. Endilega komið með athugasemdir, ég veit fyrir víst að margir hafa skoðanir á þessu máli.
Bloggar | Þriðjudagur, 10. október 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, sannkallað svefnblogg! Mér líður eins og uppvakningi... Uppvakningi sem hefur ekkert sofið síðustu vikuna! Einhvern vegin er maður nú samt að fúnkera. Það er líklega vegna þess að ég er orðinn að uppvakningi, enginn heili, ekkert vesen. Bara geri það sem ég á og þarf að gera og hef ekki haus í að kvarta eða gera neitt annað, nema blogga Svona þykir mér vænt um þig, lesandi góður, að ég brýst út úr svart/hvítri veröld uppvakningsins til að troða nokkrum orðum á síðu. Segðu svo að fólk geri aldrei neitt fyrir þig!
En svo er hin hliðin... Sem heilalaus uppvakningur á ég mjög erfitt með að finna eitthvað til að blogga um, verð bara að fylla upp í þetta með orðaglamri um ekki neitt. Það er vanmetin list, oft sem það getur bjargað manni að bulla um ekkert, án þess þó að viðmælandi átti sig á því hvað sé í gangi. Núna, til dæmis, hefur þú ekki hugmynd um það að þetta blogg snýst í rauninni um það að sjá hversu langt þú getur lesið án þess að gefast upp á því að lesa innantómt hjal.
Mín ágiskun er sú að þú sért löngu hættur að lesa, góður fyrrverandi lesandi, en engu að síður held ég áfram að rita þetta fyrir þig. Þannig geturðu komið aftur seinna, gert aðra tilraun til að lesa þetta, og þá hugsanlega áttað þig á því hvernig málum er hér háttað. Já, kæri aftursnúni lesandi, þú átt hrós skilið fyrir að gera aðra tilraun, þú munt fá verðlaunin í pósti. Reyndar verðurðu að sækja þau sjálfur í pósthólf í los angeles, vona að það sé ekki of mikið vesen. Þakka þér fyrir lesturinn, og til hamingju með lesturinn! Endilega skildu svo eftir athugasemd, ef þú ert ennþá vakandi.
Bloggar | Miðvikudagur, 4. október 2006 (breytt kl. 10:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bolton - Liverpool: spáði 1-0, fór 2-0. Nokkuð nálægt, sáttur hér
Charlton - Arsenal: spáði 0-3, fór 1-2. Jæja, 3 mörk, vitlaust skipt.
Chelsea - Aston Villa: Spáði 1-0, fór 1-1. Ekki haft jafn gaman að því að hafa rangt fyrir mér í langan tíma!
Everton - Manchester City: Spáði 2-0, fór 1-1. City jafnaði tveim dögum eftir leik, bara svindl.
Sheffield United - Middlesbrough: Spáði 2-2, fór... horfði einhver á þetta?? hmm... augnablik... 2-1! Og nóg sagt um þennan leik.
West Ham - Reading: Spáði 2-1, fór 0-1. Verst Ham er bara í flórnum, hættur að giska á þá!
Blackburn - Wigan: Spáði 1-1, fór 2-1. Nálægt, annað markið var rangstaða (skilst mér) þannig að þetta stóðst, er þaggi?
Manchester United - Newcastle: spáði 3-0, fór 2-0. Hefði haft þetta rétt ef ronaldo væri ekki svona fjandi illa við markramman! hvað er málið? 3 skot í ramman??
Tottenham - Portsmouth: spáði 2-1, fór 2-1. Loksins hárrétt... erfiðir leikir þessa helgina!
Watford - Fulham í kvöld, hann fer 2-0 og ekkert rugl takk!
Bloggar | Mánudagur, 2. október 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Svakalega á mér að reynast erfitt að blogga daglega, enda held ég að bloggið yrði erfitt ef ég reyndi að þvinga eitthvað úr hausnum á mér daglega.
Þannig að þetta blogg verður eins og í fyrirsögninni: Daglegt blogg, hvern einasta dag - nokkra daga í viku! Fyndið ekki satt? ekki? nújá...
Nú er maður kominn með áskrift að enska boltanum, eða SkjáSporti öllu heldur. Get nú glápt á enska og, að mér skilst, ítalska boltann líka. Ekki shabby það! Í tilefni af því ætla ég að koma með spá fyrir leiki helgarinnar:
Liverpool - Tottenham: 1-1
Ég held að þetta endi á jafntefli, Liverpool hefur tæplega hæfileikann á að skora nema eitt mark í leik og Tottenham... tjah... held að þeir geti alveg grísað einu inn
Arsenal - Sheffield United: 4-0
Þessi leikur er búinn áður en hann byrjar, Sheffield ætti að sleppa því að mæta og sleppa með 0-3 tap, þetta verður slátrun!!
Aston Villa - Charton: 2-0
Aston Villa er á þvílíkri siglingu, enda með besta stjórann í boltanum. Alla vegna má hann eiga það að hann rífur það albesta úr öllum sínum mönnum, meira að segja Angel er að standa sig!
Fulham - Chelsea: 0-3
Þarf að segja meira? jújú, Fulham eru ágætir, en Chelsea gæti unnið þá með varaliðinu og með sjúkraþjálfarann í markinu.
Manchester City - West Ham: 1-2
Er ekki kominn tími á argentínumennina að gera eitthvað að viti? City í tómu tjóni og West Ham á inni góða leiki
Middlesbrough - Blackburn: 0-1
Ég held að þetta verði leiðinlegasti leikur helgarinnar, nenni ekki að tjá mig frekar um hann
Wigan - Watford: 2-2
Wigan á heimavelli, Watford spilar bara sóknarbolta, gæti orðið fjör.
Reading - Manchester United: 0-3
Tap gegn Arsenal síðustu helgi. Ef United rífur sig ekki upp núna og slátrar Reading held ég að það þýði bara eitt: Chelsea fer bara með þessa deild heim.
Newcastle - Everton: 2-3
Newcastle getur bara spilað á öðrum vallarhelmingum og eru ágætir í því. Everton er hins vegar með menn sem eiga eftir að slátra hundlélegum varnarmönnum Newcastle.
Portsmouth - Bolton: 1-0
Bolton gerir þetta erfitt fyrir Portsmouth en vörnin hjá Pompey er bara ógnarsterk, sé ekkert annað en sigur hjá Portsmouth og ég sé Bolton ekki skora
Jæja, komið nóg þetta skiptið
Bloggar | Föstudagur, 22. september 2006 (breytt kl. 11:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Us two, going strong.
Been going for so long.
Running on, running hard,
Bruised, bloodied, scarred.
In our heart, a long lost song.
Day, week, month and year.
Hoping I will see you there.
Waiting for that burn,
That soon shall return,
And again, we will share.
Jæja.. þetta gekk og ekki, nokkuð sáttur við þetta bara. Held ég... :P
Bloggar | Þriðjudagur, 19. september 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það eru ófá skiptin sem maður hefur lesið dálka í blöðum þar sem viðkomandi varð að mæta skilafresti en hafði greinilega ekki hugmynd um hvað hann átti að skrifa. Margir sem lenda í þessari stöðu fara auðveldu leiðina, vinsælu leiðina, skrifa um það að hafa ekkert að skrifa um. Kvarta jafnan undan því að þetta sé erfið tilfinning, undarlegt fyrir atvinnupenna að hafa ekkert að skrifa. Spurning hvort þetta fólk heldur að það séu bara áhugapennar sem þjást af ritblokk.
"Ég fæ borgað fyrir að skrifa, ég er undanþegin svona rugli. Ég er yfir þetta hafinn!"
Þetta er bara mín tilfinning þegar ég les suma þessa dálka. Reyndar finnst mér góðum dálkum hafa farið svolítið fækkandi undanfarið, kannski aðallega út af því að ég les mjög fáa dálka. Hins vegar les ég fáa dálka af því að ég les allt of marga leiðinlega dálka, sem aftur leiðir til þess að ég rekst á mjög fáa góða dálka. Er einhver farinn að sjá einhvers konar mynstur í þessu? Ég held að ég sé farinn að sjá eitthvað myndast hérna...
Nóg um það, nú skal snúið að sjónvarpinu.
So you think you can dance: Mikið svakalega eru þetta frábærir þættir! "Ædollið" á ekki roð í þessa snilld, þar sem lélegur dans er mun fyndnari en rammfalskur söngur. Sem dæmi mætti taka atriði úr fyrsta þættinum. Þar mætti 32 ára gamall maður með mömmu sína með sér (aldurstakmarkið er nota bene 30 eftir því sem ég hef heyrt, þannig að strax var ljóst í hvað stefndi). Hann hét einhverju nafni sem enginn man en vildi að sviðsnafnið sitt yrði "SEX", og þá erum við ekki að tala um íslensku töluna! Maðurinn var helvíti langt frá því að geta talist sexý, og dansinn var jafnvel lengra frá sömu skilgreiningu. Eftir að honum var sagt að hann ætti ekki heima í keppninni fór mamma hans að rífa sig við myndavélarnar, segjandi öllum heiminum að "SEX" væri bara víst sexy, thank you very much. Þegar ég hugsa út í það... Hann gæti vel hafa heitið Oedipus.
Margt í þessum þætti er hins vegar svo flott að maður situr í sófanum með hökuna á gólfinu, og þá er athyglin helst á breikurunum. Greinilegt að þeir hættu snemma í skóla og lærðu þar af leiðandi aldrei um hluti eins og þyngdarafl eða takmarkanir mannslíkamans! Mánudagar, hálf tíu, skylduáhorf!
Hell's Kitchen: Úff... Hefur þetta fólk yfir höfuð borðað mat? Eitt er víst að það hefur sko ekki eldað mat! Þvílíkt samansafn af klaufum, óvitum og vitleysingum. Geta ekki einu sinni komið út einföldum forréttum, þó hvert og eitt sjái bara um hluta af þeim. Þeim er greinilega ómögulegt að vinna saman. Velti fyrir mér hvenær Gordon tapar sér endanlega og eldar eitthvert þeirra, vona að það sé ekki langt í það.
Survivor: ÓJÁ! byrjar á mánudaginn og núna fundu þeir sko nýja leið til að skapa spennu og áhorf. Í fyrsta skipti í sögu þáttanna er skipt í ættbálka eftir kynþáttum! Þetta verður kynngimagnað, svo mikið er víst.
Er eitthvað annað í sjónvarpinu? Held ekki, nema íþróttir auðvitað, sem ég næ ekkert að horfa á af því að mér tekst að vera að vinna þegar hver einasta útsending er. Kannki að maður næli sér í gervihnött og fari að horfa á beinar útsendingar frá héraðsmóti í kúluspili frá Bandaríkjunum? Það ætti að vera á góðum tíma.
Þangað til næst
Bloggar | Föstudagur, 15. september 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Miðvikudagur, 13. september 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
- Jæja gott fólk, fimm ára afmæli þessa dags. Reyndar er þessi dagur miklu eldri, en ég held að það þurfi ekkert að útskýra þetta neitt frekar. Fór á United 93 á laugardagskvöldið, og það er sko sterk mynd! Mæli með henni fyrir alla og alla sem allir þekkja! Þetta er eiginlega skyldumynd, ef svo mætti að orði komast. Tilfinningarnar í myndinni eru svo sterkar að það hálfa væri hræðilegt, endirinn er svo átakanlegri en í nokkurri annarri mynd sem ég hef séð.
- Ég er eins og flestir, man nákvæmlega hvar ég var og hvað ég var að gera þegar ég heyrði fyrst að flugvélar hefðu flogið á tvíburaturnana, og var örugglega ekki einn um að hugsa að þetta væri annað hvort grín eða þá einhverjar tvær smárellur. Ég man ennþá sjokkið þegar ég sá fyrst myndirnar af turnunum með reykinn flöktandi upp frá þeim. Og enn betur man ég eftir því að koma heim úr skólanum og horfa á turnana hrynja í beinni útsendingu. Ég held það hafi ekki verið fyrr en tveim dögum seinna sem maður fór að skilja hvað hafði gerst, hvað það þýddi og hvað myndi gerast eftir það. Ég man enn eftir svipbrigðum erlendra fréttamanna, bæði á staðnum og í stúdíóum, sér í lagi þeim bandarísku, sem reyndu að lýsa því sem fyrir augu bar og reyndu að útskýra fyrir heiminum hvað hafði átt sér stað. Enn þann dag í dag dáist ég að þessu fólki sem alveg örugglega þekkti einhvern sem vann annað hvort í eða við turnana, hvernig það hélt sér óbuguðum fyrir framan heimsbyggðina og kom öllu eins fagmannlega til skila og hægt var að gera, þó það væri undir þessum miklu geðshræringum og án efa hræðslu.
- Að lokum vil ég senda hér út mínar samúðarkveðjur til allra sem einhvern misstu í árásunum, eða stríðunum eftir þær. Ég vil minnast allra þeirra saklausu borgara sem féllu, fyrst ellefta september og síðar á svo til hverjum einasta degi til dagsins í dag, og langt fram í framtíðina.
- Síðasta línan verður einföld: Af hverju þurfti Bush að vera í forsetastól á þessum tíma?
Bloggar | Mánudagur, 11. september 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
- Þar sem ég er orðinn alveg ráðþrota nota ég bara þessa lausn, "raðaðan lista"! Ónei, maður deyr nú ekki aaaaalveg ráðalaus.
- Fyrsta mál á dagskrá. Getum við ekki breytt tímanum á Íslandi þannig að beinar útsendingar (og aðrar útsendingar) frá bandaríkjunum séu nú á örlítið skárri tíma? Orðinn dauðþreyttur á nba leikjum klukkan 2 að nóttu til, RockStar klukkan 1 og svo framvegis. Reyndar getur maður nú alveg lifað á 3-4 tíma svefni, en það er ekkert allt of gaman.
- Þá er komið að því, baunarnir mættir á klakann, tilbúnir í stríð. Eða það vona ég alla vegna þeirra vegna, því ef minn grunur reynist réttur munu tæklingarnar fljúga og danirnir líklegast líka! Vona bara að strákarnir reyni sitt allra besta og takist að stríða þeim almennilega.
- RockStar í gær: Úff... hvað með það þótt dilana hafi sungið með smá bágt í fætinum? ég veit ekki um marga sem syngja með kálfanum, en þið? Hélt ekki! Svo leit hún bara út eins og kalkúni hoppandi um á öðrum fætinum með hendurnar svona bognar. Magni var töff, kann að svara almennilega fyrir sig eins og hann hefur sýnt undanfarið. Ég er gersamlega búinn að fá nóg af Lukasi, gaurinn getur sungið en nei, hann ákveður trekk í trekk að jarma! Meira að segja rollur jarma ekki svona almennilega, og ég man ekki til þess að þátturinn heiti RockStar: Bleat Your Heart Out. Toby var góður, bjó til allt of grípandi lag og ég er ennþá að raula það! Þó að hann og Storm eigi nú ekki mikla möguleika í þetta var gaman að þeim. Storm má nú samt hætta að stunda endalaust kynlíf á sviðinu og átta sig á því að hún er miklu meira sexy þegar hún er aðeins virðulegri, eins og hún hefur sýnt.
- Þá er þetta komið í bili, endilega kommentið eitthvað, haldið blogginu lífandi
Bloggar | Miðvikudagur, 6. september 2006 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | Mánudagur, 4. september 2006 (breytt kl. 10:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar